Ökutækjafloti Íslendinga hefur vaxið að meðaltali um 4% milli ára allt frá árinu 1995. Ökutækjum, þ.e. bifreiðum og bifhjólum sem heimilað er að aka á vegum, hefur þar með fjölgað úr 132 þúsund í 309 þúsund. Smávægileg fækkun varð fyrstu tvö árin eftir hrunið en vöxturinn náði sér aftur á strik árið 2015. Ef ökutækjum er skipt niður eftir umráðanda, er hlutur heimila langstærstur. Hlutfall heimila af heildar bílaflotanum hefur hins vegar lækkað úr 89,6% árið 1995 í 74,3% árið 2016. Mikill vöxtur var frá árinu 2011 til 2018 í fjölda skráðra bifreiða hjá fyrirtækjum í leigustarfsemi (að mestu bílaleigubílar). Þessi starfsemi var skráð með um 9,8% af öllum ökutækjum árið 2017, þegar fjöldinn náði hámarki.

Fjöldi ökutækja eftir orkugjöfum 1995-2018

Stærsti hluti ökutækja á heimilum er knúin með bensíni. Fjöldi þeirra hefur lítið breyst frá árinu 2007, á meðan ökutækjum sem knúin eru með diesel, eða öðru eldsneyti, hefur fjölgað. Hjá fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum en leigustarfsemi, fór fjöldi dieselknúinna ökutækja fram úr fjölda bensínknúinna árið 2007. Bensínknúnum ökutækjum fækkaði til ársins 2015 á meðan fleiri dieselknúin ökutæki bættust í bílaflotann. Hlutfall rafknúinna ökutækja og tvinnbíla með hleðslugetu, var vart marktækt af heildinni fyrr en árið 2018, en þá voru skráð 7.445 þannig ökutæki, eða 2,4% af bílaflotanum í heild. Stærstur hluti þeirra var skráður á heimili.

Bílum fjölgar umfram fólksfjölgun
Fjöldi ökutækja sem skráð voru á heimili hefur vaxið frá 1995 til ársins 2018. Þetta þýðir að fjögun ökutækja er umfram fólksfjölgun í landinu.

Tafla 1: Fjöldi einstaklinga (í janúar) á móti fjölda bíla sem skráðir eru í notkun heimila (í ágúst)
 1995199619982000200220042006200820102012201420162018
Mannfjöldi 1. janúar/þúsund267,0268,0272,4279,0286,6290,6299,9315,5317,6319,6325,7332,5348,5
Ökutæki á heimilum/þúsund119,1122,7134,0151,7155,3164,3183,8198,2192,8194,7198,3208,2229,5
Bílar á þúsund einstaklinga446,1457,9491,9543,6541,8565,3612,8628,2607,1609,2608,8626,1658,7

Heimilin nota stærsta hluta eldsneytis sem kemur frá eldsneytisstöðvum
Miðgildi á akstri heimilisbíla er svipað eða lægra en miðgildi aksturs flestra atvinnugreina. Ökutæki í sumum atvinnugreinum eru einnig umtalsvert þyngri en hjá heimilum og eyða þau því meira eldsneyti á hvern ekinn kílómetra. Af þessu leiðir að þrátt fyrir að 74,3% ökutækja séu skráð á heimili, nam eldsneytisnotkun þeirra aðeins 58% af heildar eldsneytisnotkun bílaflotans. Fyrirtæki í flutningi og geymslu (ÍSAT2008 bálkur H) voru með 1,5% af heildar fjölda bílaflotans árið 2018 en með um 9% af heildar eldsneytisnotkun. Leigustarfsemi (N),Byggingarstarfsemi og námugröftur (B og F), voru hvor um sig einnig með um 9% af eldsneytisnotkuninni árið 2018.

Eldsneytisnotkun eftir flokkum og eldsneytistegund fyrir árið 2018

Bensínnotkun heimilanna hefur dregist markvert saman á tímabilinu 2006 til 2018. Notkun diesel og annarra orkugjafa hefur hins vegar aukist nokkuð. Eldsneytisnotkun heimilanna árið 2018 var því nær sú sama og árið 2006. Notkunin var hins vegar lægri árin þar á milli.

Tafla 2: Reiknuð eldsneytisþörf eftir orkugjafa og notandaflokki
  2006200820102012201420162018
BensínHeimili136,6132,7128,5118,7113,8114,6108,3
Flutningur og geymsla (H)0,40,50,60,50,50,50,5
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta (N)4,25,54,14,56,09,18,3
Byggingarstarfsemi og námugröftur (B, F)2,12,82,42,12,12,42,3
Önnur starfsemi18,013,612,711,19,69,710,2
Dísel og annað eldsneytiHeimili55,843,448,850,452,067,981,2
Flutningur og geymsla (H)12,921,019,020,223,027,029,7
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta (N)4,45,24,85,77,715,019,6
Byggingarstarfsemi og námugröftur (B, F)14,819,714,512,612,518,123,5
Önnur starfsemi26,827,223,323,824,135,744,7

Nokkur umræða hefur verið um akstur erlendra ferðamanna og hversu mikið hann eykur álag á umhverfi og samgönguinnviði. Árið 2018 var miðgildi aksturs á bensínbílum í leigustarfsemi um 8.000 km hærra en miðgildi á akstri heimilanna. Mismunur á akstri dieselknúinna ökutækja er minni milli heimila og leigustarfsemi, en þó er miðgildið um 9.000 km hærra hjá leigufyrirtækjum.

Tafla 3: Miðgildi aksturs í km árið 2018 eftir orkugjafa og bálki
 BensínDíesel og annað eldsneytiRafmagn og raftengi
Heimili9.124 13.455 15.658
Flutningur og geymsla (H)9.444 18.986 10.748
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta (N)17.512 22.419
Byggingarstarfsemi og námugröftur (B, F)10.070 14.510 13.148

Þrátt fyrir að tölur séu hér birtar fyrir miðgildi aksturs hjá rafmagns- og tengibílum, ættu tölurnar að skoðast í ljósi þess að tiltölulega fáir bílar af þessari tegund hafa komið til skoðunar árið 2018. Þess vegna má búast við að þetta gildi eigi eftir að breytast nokkuð eftir því sem meiri gögn skila sér.

Um gögnin
Tölfræði um bíla og orkunotkun er byggð á gögnum frá Samgöngustofu og Orkustofnun. Gagnasafnið er aðgengilegt gegnum vef Hagstofunnar. Gagnasafnið er flokkað niður á:
1) Ár, þar sem árið telst frá ágúst til ágúst. Þetta val var gert til þess fá raunhæfa stöðu ökutækja áður en flest eigendaskipti verða.
2) ÍSAT2008 bálk skráðs umráðamanns, en umráðamaður getur verið annar en eigandi ökutækisins. Bálkurinn ræðst af skráningu fyrirtækja í fyrirtækjaskrá, en er leiðrétt eftir þörfum af Hagstofunni til þess atvinnuflokkur lýsi aðal starfsemi fyrirtækisins.
3) Tegund orkugjafa. Með flokknum bensín er hér átt við ökutæki sem eru knúið með bensíni, eða tvinnbílar sem ekki bjóða upp á hleðslutengingu. Í flokknum rafmagn og raftengi er tekið tillit til ökutækja sem eru með skráninganúmer og eru eingögu knúin með rafmagni, eða eru með tvinn-vél þar sem hægt er að hlaða rafhlöður í innstungu. Diesel og annað eldsneyti nær yfir alla aðra orkugjafa þar fyrir utan.

Útgefnar mælivíddir
1) Fjöldi ökutækja. Hér er ekki gefið niðurbrot á stærðarflokki ökutækisins. Hins vegar eru torfærutæki, ökutæki til utanvegaaksturs og tengivagnar ekki taldir með. Hagstofan birtir fjölda bílaleigubíla eftir mánuðum sem hluta af hagtölum fyrir ferðaiðnaðinn. Þessar tölur byggja á gögnum frá Samgöngustofu, þar sem bílar eru flokkaðir eftir skráðum notkunarflokk hjá Samgöngustofu, en ekki ISAT bálki atvinnugreinar umráðamanns, eins og hér er gert. Umráðamaður bílaleigubíls getur meðal annars verið bílasala, eða önnur atvinnugrein sem hefur nýverið keypt bílinn.
2) Miðgildi aksturs bifreiða í kílómetrum. Upplýsingar úr árlegum bifreiðaskoðunum var safnað frá Samgöngustofu. Þar sem upplýsingar vantaði, var tölfræðilíkan notað til þess að gefa líklegasta gildi út frá framleiðanda ökutækisins, notkunarflokki, orkugjafa, vélarstærð, þyngd, framleiðsluári og ári nýskráningar. Í tilfellum þar sem afkoma fyrirtækja er beintengd rekstri bifreiða var líkanið einnig látið styðjast við fjárhag fyrirtækisins. Miðgildi er valið þar sem meðaltal getur brenglast ef mistök eru gerð við bifreiðaskoðun. Akstursvegalengd frá ágúst til ágúst var að lokum metin.
3) Meðalþyngd bifreiða í kg. Þessar upplýsingar koma úr gögnum Samgöngustofu og upplýsingablöðum framleiðanda. Þar sem upplýsingar vantaði var tölfræðilíkan notað til þess að gefa líklegastu útkomu út frá þekktum eiginleikum ökutækisins.
4) Eldsneytiseyðsla bifreiða í þúsund kg. Eldsneytisnotkun hvers ökutækis var reiknuð út frá akstursvegalengd, skráðri eldsneytisþörf frá framleiðanda annars vegar og hins vegar líkans um orkuþörf bifreiða af svipaðri stærð og notkunarflokki. Í tilfellum þar sem bílar eru með tengivagna eða vöruflutningabílar var reiknað með 10% af hámarks hleðslugetu til viðbótar við eigin þyngd. Líkanið var ítrað þar til reiknuð heildar eldsneytisnotkun bílaflotans var sambærileg við eldsneytismagn sem fer frá dælustöðvum samkvæmt gögnum frá Orkustofnun. Líkanið var talið ásættanlegt þegar samtals eldsneytisnotkun bílaflotans yfir tvö ár var innan við 5% frá gildi orkustofnunnar.

Nánari lýsing á úrvinnslu er að finna í lýsigögnum sem eru aðgengileg á vef Hagstofunnar.

Talnaefni
Bílaeign og orkuþörf
Fjöldi bílaleigubíla eftir mánuðum
Mannfjöld