Í ágúst 2024 voru um 385 þúsund bifreiðar skráðar á Íslandi. Af þessum fjölda voru 268 þúsund í umráðum einstaklinga eða heimila eða 69,5% af heildarfjöldanum.
Bifreiðar skráðar sem rafmagnsbílar eða tvinnbílar með tengigetu voru alls 51.470, þar af 36.430 í umráðum heimila eða 70,7%. Bifreiðar með þessa orkugjafa voru nánast óþekktar fyrir árið 2016 en fjöldi þeirra hefur aukist um 20-40% á ári frá árinu 2019.