Heildarafli íslenskra skipa var 5,5% meiri í ágúst 2014 en í sama mánuði árið 2013. Afli jókst í öllum botnfisktegundum nema ýsu. Samanburður á 12 mánaða tímabilum á milli ára leiðir í ljós að botnfiskafli er svipaður á milli ára á meðan 33% minnkun hefur orðið í uppsjávarafla á tímabilinu. Magnvísitala á föstu verðlagi er um 11,7% hærri miðað við ágúst í fyrra, en á 12 mánaða tímabilinu september 2013 til ágúst 2014 hefur magnvísitalan lækkað um 5% miðað við sama tímabil árið áður.

Fiskafli            
Ágúst September - ágúst
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Fiskafli á föstu verði1
Vísitala 80,4 89,8 11,7 89,4 84,9 -5,0
Fiskafli í tonnum2
Heildarafli 97.936,2 103.342,7 5,5 1.368.992,7 1.080.329,1 -21,1
Botnfiskafli 16.525,4 20.304,3 22,9 438.163,7 448.208,2 2,3
  Þorskur 9.028,8 11.001,1 21,8 225.755,3 242.830,6 7,6
  Ýsa 1.660,6 1.625,3 -2,1 42.912,6 41.909,5 -2,3
  Ufsi 1.843,8 3.127,5 69,6 51.617,8 54.022,3 4,7
  Karfi 2.581,5 2.991,4 15,9 57.404,2 61.893,8 7,8
  Annar botnfiskafli 1.410,8 1.559,1 10,5 60.473,8 47.551,9 -21,4
Flatfiskafli 909,6 560,9 -38,3 24.199,3 21.612,4 -10,7
Uppsjávarafli 80.061,6 81.577,5 1,9 891.930,2 598.811,8 -32,9
  Síld 22.048,0 10.528,0 -52,2 182.583,0 149.778,0 -18,0
  Loðna 0,0 0,0 0,0 463.279,0 111.367,0 -76,0
  Kolmunni 2.174,0 960,0 -55,8 103.916,0 174.237,0 67,7
  Makríll 55.837,1 70.064,6 25,5 142.136,3 163.395,3 15,0
  Annar uppsjávarfiskur 2,5 24,9 886,5 15,9 34,5 117,2
Skel-og krabbadýraafli 429,3 896,7 108,9 14.631,2 11.686,5 -20,1
Annar afli 0,0 0,0 0,0 68,4 10,2 -85,1

¹Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2013-2014.

2Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Talnaefni