Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 18,8% á föstu verði í apríl 2014 samanborið við aprílmánuð árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 6,5% sem skýrist af samdrætti í nær öllum helstu tegundum. Botnfiskafli minnkaði í apríl um 13% miðað við apríl í fyrra. Uppsjávarafli var álíka í apríl í ár og í sama mánuði 2013, þrátt fyrir enga loðnuveiði, síldveiði og samdrátt í makrílveiðum. Veiði á kolmunna stóð í stað en annar uppsjávarfiskur hefur veiðst betur.

Fiskafli            
Apríl Maí - apríl
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Fiskafli á föstu verði1
Vísitala 101,2 82,2 -18,8 88,6 86,9 -1,8
Fiskafli í tonnum2
Heildarafli 110.658 103.513 -6 1.369.436 1.031.771 -25
Botnfiskafli 46.269 40.432 -13 435.880 446.985 3
  Þorskur 21.023 19.445 -8 219.022 237.521 8
  Ýsa 4.259 2.775 -35 44.382 42.508 -4
  Ufsi 7.219 4.091 -43 55.649 54.064 -3
  Karfi 6.414 7.272 13 56.083 60.445 8
  Annar botnfiskafli 7.354 6.849 -7 60.745 52.446 -14
Flatfiskafli 2.057 2.052 0 23.640 23.813 1
Uppsjávarafli 59.546 59.284 0 894.265 548.452 -39
  Síld 0 0 0 192.967 164.633 -15
  Loðna 0 0 0 463.279 111.367 -76
  Kolmunni 59.475 59.274 0 85.559 118.188 38
  Makríll 69 1 -98 152.442 154.252 1
  Annar uppsjávarfiskur 1 9 663 18 12 -33
Skel-og krabbadýraafli 2.787 1.745 -37 15.564 12.453 -20
Annar afli 0 0 0 86 68 -21

¹Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2013-2014.

2Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni