Landaður afli í febrúar dróst saman um 27% og var 145 þúsund tonn samanborið við 198 þúsund tonn í febrúar 2022. Aflasamdráttur skýrist af minni loðnuafla. Þorskafli stóð í stað á milli ára og var tæp 22 þúsund tonn.
Afli á 12 mánaða tímabilinu mars 2022 til febrúar 2023 var 1.254 þúsund tonn sem er 187 þúsund tonnum minna en landaður afli á 12 mánaða tímabili fyrra árs.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.