Heildarveiði íslenskra skipa var 13,4% minni í júlí 2014 en í sama mánuði árið 2013. Afli var minni í öllum tegundum nema ýsu og skelfiski. Þegar borin eru saman 12 mánaða tímabil á milli ára kemur í ljós að botnfiskafli stendur nokkurn vegin í stað á meðan 32% minnkun hefur orðið í uppsjáfarafla á milli ára. Magnvísitala á föstu verðlagi er um 17,3% lægri miðað við júlí í fyrra, en á á 12 mánaða tímabilinu ágúst 2013 til júlí 2014 hefur magnvísitalan lækkað um 5,3% miðað við sama tímabil árið áður.
Fiskafli | ||||||
Júlí | Ágúst - júlí | |||||
2013 | 2014 | % | 2012-2013 | 2013-2014 | % | |
Fiskafli á föstu verði1 | ||||||
Vísitala | 100,2 | 82,8 | -17,3 | 89,6 | 84,9 | -5,3 |
Fiskafli í tonnum2 | ||||||
Heildarafli | 103.173,2 | 89.333,5 | -13,4 | 1.371.468,2 | 1.074.922,6 | -21,6 |
Botnfiskafli | 27.278,7 | 22.645,4 | -17,0 | 443.061,2 | 444.429,3 | 0,3 |
Þorskur | 13.171,3 | 12.303,3 | -6,6 | 226.397,0 | 240.858,3 | 6,4 |
Ýsa | 1.753,4 | 1.998,3 | 14,0 | 43.147,1 | 41.944,8 | -2,8 |
Ufsi | 5.041,3 | 3.730,7 | -26,0 | 55.141,5 | 52.738,6 | -4,4 |
Karfi | 3.976,8 | 2.887,1 | -27,4 | 57.150,7 | 61.483,9 | 7,6 |
Annar botnfiskafli | 3.335,8 | 1.726,0 | -48,3 | 61.224,8 | 47.403,7 | -22,6 |
Flatfiskafli | 2.309,0 | 1.013,9 | -56,1 | 24.371,0 | 21.961,1 | -9,9 |
Uppsjávarafli | 72.646,0 | 64.535,4 | -11,2 | 888.457,1 | 597.295,9 | -32,8 |
Síld | 8.893,0 | 5.807,0 | -34,7 | 180.342,0 | 161.298,0 | -10,6 |
Loðna | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 463.279,0 | 111.367,0 | -76,0 |
Kolmunni | 209,0 | 40,0 | -80,9 | 103.798,0 | 175.451,0 | 69,0 |
Makríll | 63.544,0 | 58.688,4 | -7,6 | 141.021,7 | 149.167,7 | 5,8 |
Annar uppsjávarfiskur | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 16,4 | 12,1 | -26,1 |
Skel-og krabbadýraafli | 917,3 | 1.132,1 | 23,4 | 15.507,2 | 11.219,1 | -27,7 |
Annar afli | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 71,7 | 17,2 | -76,0 |
¹Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2013-2014.
2Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.
Talnaefni