FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. ÁGÚST 2019

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júlí var 94,6 þúsund tonn sem er 1% meiri afli en í júlí í fyrra. Botnfiskafli jókst um 11% eða tæp 4.000 tonn en samdráttur var um 2% í uppsjávarafla.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2018 til júlí 2019 var 1.081 þúsund tonn sem er 16% minna en fyrir sama tímabil ári áður.

Afli í júlí metinn á föstu verðlagi var 2,6% meiri en í júlí 2018.

Fiskafli
  Júlí Ágúst-júlí
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala91932,6
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 93.473 94.567 1 1.285.873 1.081.357 -16
Botnfiskafli 34.464 38.412 11 479.963 492.898 3
Þorskur 19.697 21.340 8 282.269 277.777 -2
Ýsa 3.556 3.882 9 42.205 59.423 41
Ufsi 4.995 6.029 21 58.085 69.732 20
Karfi 4.619 4.910 6 63.279 54.456 -14
Annar botnfiskafli 1.597 2.250 41 34.125 31.510 -8
Flatfiskafli 3.576 1.906 -47 26.407 24.251 -8
Uppsjávarafli 53.520 52.716 -2 768.088 553.075 -28
Síld 3.278 7.705 135 124.397 128.499 3
Loðna 0 0 - 186.333 0 -
Kolmunni 25.514 3.000 -88 296.659 271.257 -9
Makríll 24.728 42.011 70 160.699 153.319 -5
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 0 36
Skel-og krabbadýraafli 1.912 1.533 -20 11.415 11.132 -2
Annar afli 0 0 - 0 1 -

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.