FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JÚLÍ 2019

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í júní var 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra. Samdráttinn má að mestu rekja til lítils uppsjávarafla, en í júní 2019 veiddist enginn uppsjávarafli samanborið við tæp 10,8 þúsund tonn í júní 2018. Botnfiskafli nam 28,5 þúsund tonnum og dróst saman um 12% miðað við sama mánuð í fyrra.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2018 til júní 2019 var 1.080 þúsund tonn sem er samdráttur um 15% miðað við sama tímabil ári fyrr.

Afli í júní, metinn á föstu verðlagi, var 17,1% minni en í júní 2018.

Fiskafli
  Júní Júlí-júní
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala6554-17,1
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 47.244 31.697 -33 1.265.932 1.080.336 -15
Botnfiskafli 32.313 28.504 -12 475.207 489.019 3
Þorskur 17.933 14.835 -17 279.499 276.142 -1
Ýsa 2.370 1.828 -23 40.985 59.099 44
Ufsi 4.088 5.348 31 56.622 68.756 21
Karfi 4.095 3.389 -17 63.397 54.168 -15
Annar botnfiskafli 3.827 3.105 -19 34.703 30.854 -11
Flatfiskafli 3.428 2.715 -21 26.013 25.925 0
Uppsjávarafli 10.769 0 - 753.569 553.879 -26
Síld 3 0 - 125.392 124.072 -1
Loðna 0 0 - 186.333 0 -
Kolmunni 10.766 0 - 277.420 293.771 6
Makríll 0 0 - 164.424 136.036 -17
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 0 -92
Skel-og krabbadýraafli 735 477 -35 11.129 11.511 3
Annar afli 0 0 - 14 1 -91

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.