FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 14. JÚLÍ 2023

Landaður afli í júní var um 35 þúsund tonn sem er nokkuð álíka og í júní 2022. Þorskafli var rúmlega 15 þúsund tonn, 2% minna en í fyrra, en botnfiskafli dróst annars saman um 5%. Uppsjávarafli var tæplega 2.000 tonn þar sem aðaluppistaðan var makríll.

Heildarafli á 12 mánaða tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 var 1.346 þúsund tonn sem er 157 þúsund tonnum minna en landað var á sama 12 mánaða tímabili þar á undan.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.