Heildarveiði íslenskra skipa var um 40% meiri í júní 2014 en í sama mánuði árið 2013. Botnfiskafli var almennt nokkuð meiri en í júní í fyrra og kolmunni veiddist einnig mun betur. Þegar borin eru saman 12 mánaða tímabil á milli ára kemur í ljós nokkur minnkun í bæði botnfisk- og uppsjáfarafla á milli ára. Magnvísitala á föstu verðlagi á 12 mánaða tímabilinu hefur minnkað um 3,4% miðað við árið áður.
Fiskafli | ||||||
Júní | Júlí - júní | |||||
2013 | 2014 | % | 2012-2013 | 2013-2014 | % | |
Fiskafli á föstu verði1 | ||||||
Vísitala | 59,5 | 66,2 | 11,2 | 89,6 | 86,5 | -3,4 |
Fiskafli í tonnum2 | ||||||
Heildarafli | 40.010,4 | 56.027,4 | 40,0 | 1.381.347,0 | 1.088.762,3 | -21,2 |
Botnfiskafli | 26.765,0 | 31.884,8 | 19,1 | 440.253,8 | 449.062,7 | 2,0 |
Þorskur | 15.152,5 | 17.118,5 | 13,0 | 223.499,3 | 241.726,3 | 8,2 |
Ýsa | 2.064,4 | 1.697,3 | -17,8 | 43.436,1 | 41.700,0 | -4,0 |
Ufsi | 2.828,7 | 3.699,9 | 30,8 | 54.963,5 | 54.049,2 | -1,7 |
Karfi | 2.454,1 | 3.858,8 | 57,2 | 55.904,6 | 62.573,7 | 11,9 |
Annar botnfiskafli | 4.265,3 | 5.510,3 | 29,2 | 62.450,3 | 49.013,4 | -21,5 |
Flatfiskafli | 2.102,2 | 2.110,2 | 0,4 | 23.669,1 | 23.256,2 | -1,7 |
Uppsjávarafli | 9.293,6 | 20.665,7 | 122,4 | 901.169,7 | 605.406,5 | -32,8 |
Síld | 764,0 | 515,0 | -32,6 | 186.885,0 | 164.384,0 | -12,0 |
Loðna | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 463.279,0 | 111.367,0 | -76,0 |
Kolmunni | 0,0 | 11.805,0 | - | 103.591,0 | 175.620,0 | 69,5 |
Makríll | 8.529,6 | 8.345,7 | -2,2 | 147.398,3 | 154.023,3 | 4,5 |
Annar uppsjávarfiskur | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 16,4 | 12,2 | -25,9 |
Skel-og krabbadýraafli | 1.819,9 | 1.366,7 | -24,9 | 16.180,6 | 11.004,3 | -32,0 |
Annar afli | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 73,7 | 32,6 | -55,8 |
¹Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2013-2014.
2Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.