FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 14. APRÍL 2023

Afli í mars 2023 var tæp 255 þúsund tonn samanborið við rúm 145 þúsund tonn í mars á síðasta ári. Mikil aukning í aflamagni skýrist af loðnuafla sem var tæplega 209 þúsund tonn samanborið við rúm 95 þúsund tonn í mars í fyrra. Botnfiskafli var tæp 43 þúsund tonn og dróst saman um 11%. Þar af var þorskafli rúm 24 þúsund tonn sem er 18% minna en í mars 2022.

Afli á 12 mánaða tímabilinu apríl 2022 til mars 2023 var 1.370 þúsund tonn sem er 8% minna en landaður afli á fyrra 12 mánaða tímabili.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.