FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 16. OKTÓBER 2023

Landaður afli í september 2023 var 119,3 þúsund tonn sem er 1% minni afli en í september á síðasta ári. Botnfiskafli var 32 þúsund tonn sem er 12% samdráttur á milli ára. Uppsjávarafli var rúm 85 þúsund tonn og jókst um 4%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabiliinu frá október 2022 til september 2023 var 1.368 þúsund tonn sem er 10% minni afli en landað var á sama 12 mánaða tímabili árið á undan.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.