Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 143,9 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013 samanborið við 151 milljarð á sama tímabili 2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúmlega 7,1 milljarð króna eða 4,7% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 85,2 milljarðar króna og dróst saman um 5,1% miðað við janúar til nóvember 2012. Verðmæti þorskafla nam 43,4 milljörðum og dróst saman um 5,4% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 11,2 milljörðum og dróst saman um 2,7% en verðmæti karfaaflans nam tæpum 12,7 milljörðum, sem er 4,9% samdráttur frá fyrstu ellefu mánuðum ársins 2012. Verðmæti úthafskarfa nam 2,1 milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013 og jókst um 8% miðað við sama tímabil árið áður. Verðmæti ufsaaflans jókst um 5,2% milli ára og nam tæpum 9,3 milljörðum króna í janúar til nóvember 2013.

Verðmæti uppsjávarafla nam tæpum 44,4 milljörðum króna í janúar til nóvember 2013 sem er um 4,1% samdráttur frá fyrra ári. Aflaverðmæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013 sem er 18,2% aukning miðað við sama tímabil árið 2012. Aflaverðmæti kolmunna jókst um 9,4% frá fyrra ári og var tæplega 3 milljarðar króna í janúar til nóvember 2013. Aflaverðmæti síldar dróst saman um 33,1% milli ára og var rúmlega 9,6 milljarðar króna í janúar til nóvember 2013. Aflaverðmæti makríls var um 15,4 milljarðar króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013 sem er 6,7% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Aflaverðmæti flatfisksafla nam tæpum 9,3 milljörðum króna, sem er 4,3% samdráttur frá janúar til nóvember 2012.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 67,8 milljörðum króna og dróst saman um 3,6% miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 0,8% milli ára og nam tæplega 19,6 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 51,2 milljörðum í janúar til nóvember 2013 og dróst saman um 6,5% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 4,3 milljörðum króna, sem er 16,5% samdráttur frá árinu 2012.

Verðmæti afla janúar-nóvember 2013      
Milljónir króna Nóvember Janúar–nóvember Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.647,9 12.592,0 151.035,7 143.916,0 -4,7
Botnfiskur 8.332,5 8.836,0 89.710,9 85.154,1 -5,1
Þorskur 4.283,5 5.077,4 45.901,4 43.419,4 -5,4
Ýsa 1.093,6 1.411,8 11.488,4 11.174,6 -2,7
Ufsi 850,0 673,5 8.823,4 9.278,4 5,2
Karfi 1.346,7 1.115,7 13.303,6 12.653,7 -4,9
Úthafskarfi 0,0 0,0 1.979,0 2.136,6 8,0
Annar botnfiskur 758,7 557,5 8.215,0 6.491,5 -21,0
Flatfisksafli 444,7 842,8 9.699,7 9.285,2 -4,3
Uppsjávarafli 3.736,7 2.717,3 46.258,2 44.356,2 -4,1
Síld 3.619,2 2.716,5 14.409,7 9.642,2 -33,1
Loðna 112,5 0,0 13.229,9 15.635,3 18,2
Kolmunni 5,0 0,8 2.700,5 2.953,9 9,4
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 15.918,1 16.124,7 1,3
Skel- og krabbadýraafli 131,6 195,4 4.080,1 4.282,3 5,0
Rækja 73,7 173,8 2.989,3 3.448,6 15,4
Annar skel- og krabbad.afli 57,9 21,6 1.090,8 833,7 -23,6
Annar afli 2,4 0,5 1.286,7 838,2 -34,9

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-nóvember 2013  
Milljónir króna Nóvember Janúar–nóvember Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.647,9 12.592,0 151.035,7 143.916,0 -4,7
Til vinnslu innanlands 5.486,6 6.199,7 70.341,8 67.797,2 -3,6
Í gáma til útflutnings 535,1 461,6 5.179,0 4.325,4 -16,5
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 124,6 317,7 154,9
Sjófryst 5.043,2 4.220,0 54.778,3 51.210,2 -6,5
Á markað til vinnslu innanlands 1.526,2 1.650,9 19.716,1 19.556,1 -0,8
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 3,8 2,4 349,4 129,4 -63,0
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 0,0 0,0 0,0 0,0
  Aðrar löndunartegundir 53,0 57,4 546,4 580,0 6,2

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-nóvember 2013
Milljónir króna Nóvember Janúar–nóvember Breyting frá
    2012 2013 2012 2013 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.647,9 12.592,0 151.035,7 143.916,0 -4,7
Höfuðborgarsvæði 2.975,9 3.088,7 34.459,8 34.004,2 -1,3
Suðurnes 2.285,9 2.281,1 24.610,3 22.747,6 -7,6
Vesturland 420,8 433,8 7.225,2 5.812,9 -19,5
Vestfirðir 666,9 851,3 8.404,2 8.602,3 2,4
Norðurland vestra 833,2 993,8 10.120,8 10.399,7 2,8
Norðurland eystra 1.277,1 1.234,1 17.287,4 17.011,0 -1,6
Austurland 1.896,1 1.946,5 23.691,7 23.680,0 0,0
Suðurland 1.711,3 1.243,4 19.587,0 16.529,7 -15,6
  Útlönd 580,8 519,3 5.649,4 5.128,5 -9,2

Talnaefni