FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. MAÍ 2023

Verðmæti afla við fyrstu sölu var rúmlega 56 milljarðar króna á fyrstu þrem mánuðum ársins 2023 samkvæmt bráðabirgðatölum sem er óbreytt frá sama tímabili í fyrra . Verðmæti botnfisktegunda jókst um 4%, úr 35 milljörðum króna í rúma 36 milljarða. Verðmæti uppsjávarafla á fyrsta ársfjórðungi var 16,5 milljarðar, þar af skiluðu loðnuveiðar 13 milljörðum króna, sem er 32% minna en árið áður þegar loðnuverðmæti var rúmir 19 milljarðar króna. Verðmæti flatfiskafla jókst um 78% úr 1,8 milljörðum króna í rúma 3 milljarða.

Magn landaðs afla á fyrsta ársfjórðungi 2022 dróst saman um 8% og var tæp 520 þúsund tonn, en var 564 þúsund tonn árið áður. Botnfiskafli dróst saman um 4% frá fyrra ári og var 110 þúsund tonn á fyrsta ársfjórðungi. Uppsjávarafli dróst saman um 10% og var tæplega 404 þúsund tonn, þar af var loðna um 324 þúsund tonn. Flatfiskafli jókst um 70%, úr 3 þúsund tonnum á fyrsta ársfjórðungi 2022 í rúm 5 þúsund tonn árið 2023.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.