Verðmæti afla við fyrstu sölu var 55,8 milljarðar króna á fyrstu þrem mánuðum ársins 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 28% meira en á sama tímabili árið árið áður þegar aflaverðmæti var tæpir 44 milljarðar króna.
Verðmæti botnfisktegunda á fyrsta ársfjórðungi var rúmir 34 milljarðar króna sem er 5% aukning frá fyrra ári. Loðnuveiðar skiluðu um 19 milljörðum króna sem er 136% aukning frá fyrra ári.
Magn landaðs afla á fyrsta ársfjórðungi 2022 voru tæp 564 þúsund tonn en var 239 þúsund tonn árið áður. Þessi magnaukning er að mestu tilkomin vegna 446 þúsund tonna loðnuveiði en tæp 71 þúsund tonn af loðnu veiddust á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021.
Talnaefni
Afli og verðmæti eftir fisktegundum og veiðisvæðum, janúar 2010 - mars 2022