Fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2021 var heildarafli íslenskra skipa 812 þúsund tonn sem er 2% meiri afli en á sama tímabili árið 2020. Nokkur breyting varð á aflamagni á milli uppsjávartegunda sem skilaði sér í auknu aflaverðmæti.

Verðmæti fyrstu sölu afla var 118 milljarðar króna fyrir tímabilið janúar til september árið 2021 sem er aukning um 3% miðað við sama tímabil árið 2020. Þar af var verðmæti botnfisktegunda fyrstu þrjá ársfjórðungana rúmir 85 milljarðar króna sem er 1% minna en var á sama tímabili árið áður. Aflasamdráttur varð í kolmunna og makríl á milli ára en loðnuvertíðin náði að vega upp á móti honum og gott betur þar sem aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 21%.

Á tólf mánaða tímabili frá október 2020 til september 2021 var samanlagt aflaverðmæti tæpir 152 milljarðar króna, 3% meira en á sama tímabili ári fyrr.

Afli og aflaverðmæti fyrstu þrjá ársfjórðunga 2020-2021
Tonn/Milljónir króna Aflamagn, janúar-september Aflaverðmæti, janúar-september
  2020 2021 % 2020 2021 %
Samtals797.018812.216 2114.748118.359 3
Eftir mánuðum
janúar35.74058.849 657.45910.019 34
febrúar 51.533 76.162 48 11.987 14.916 24
mars 93.292 103.887 11 14.857 18.782 26
apríl 88.736 114.673 29 12.729 12.790 0
maí 125.567 107.464 -14 13.044 12.390 -5
júní 61.971 49.357 -20 10.926 9.932 -9
júlí 89.604 87.288 -3 12.926 11.853 -8
ágúst 130.727 108.732 -17 16.952 15.135 -11
september 119.849 105.805 -12 13.868 12.541 -10
Eftir fisktegund
Botnfiskur353.114362.732 386.19585.445 -1
Þorskur 212.111 210.070 -1 58.002 55.654 -4
Ýsa 37.463 41.530 11 9.142 11.138 22
Ufsi 39.105 44.893 15 5.962 6.64311
Karfi 39.980 38.882 -3 9.358 8.230 -12
Annar botnfiskur24.455 27.357 12 3.731 3.779 1
Flatfiskafli18.72620.620 10 8.157 8.185 0
Uppsjávarafli421.450423.321 019.33823.344 21
Síld82.49866.425 -193.9533.539 -10
Loðna070.725 -08.218 -
Kolmunni187.432154.178 -18 5.425 3.884 -28
Makríll 151.520131.987 -13 9.960 7.703 -23
Annar uppsjávarafli 16 - 0 0 -
Skel- og krabbadýraafli3.8195.533 451.0641.384 30
Humar 191 106 -44 203 121 -40
Rækja 2.703 3.856 43 765 1.119 46
Annar skel- og krabbadýrafli9251.571 709514452
Annar afli 0 11 - 0 0 -
Eftir tegund löndunar
Bein viðskipti596.647621.656 462.52067.932 9
Á fiskmarkað67.98071.372 517.32119.075 10
Sjófrysting91.62885.444 -728.38824.694 -13
Í gáma til útflutnings17.27418.395 64.8825.112 5
Önnur löndun23.58215.349 -351.6411.546 -6

Talnaefni