Verðmæti afla við fyrstu sölu nam rúmum 100 milljörðum króna á fyrri hluta ársins 2023 sem er 1% samdráttur borið saman við sama tímabil 2022. Verðmæti botnfiskafla var um 67 milljarðar króna, uppsjávarafla tæpir 27 milljarðar og flatfiskafla rúmir 6 milljarðar.

Landað aflamagn á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2023 var 773 þúsund tonn sem er 10% samdráttur frá sama tímabili árið 2022. Afli uppsjávartegunda var 552 þúsund tonn á fyrri hluta ársins sem er 9% minna en á sama tímabili í fyrra. Botnfiskafli var 208 þúsund tonn á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 13% samanborið við fyrra ár.

Talnaefni