FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 25. ÁGÚST 2021

Heildarafli íslenskra skipa árið 2020 var 1.021 þúsund tonn sem er 2,5% minni afli en landað var árið 2019. Aflaverðmæti fyrstu sölu jókst um 2,3% á milli ára og nam rúmum 148 milljörðum króna árið 2020.

Alls veiddust tæplega 464 þúsund tonn af botnfiski sem er 3,6% minna en árið 2019. Á sama tíma jókst aflaverðmæti botnfiskaflans um 1% úr 112 milljörðum króna í 113 milljarða króna. Af botnfiski veiddist mest af þorski árið 2020 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin með um helming af heildaraflaverðmætinu. Þannig var þorskaflinn árið 2020 alls 277 þúsund tonn og aflaverðmæti hans við fyrstu sölu nam tæplega 76 milljörðum króna.

Afli uppsjávartegunda var rúm 529 þúsund tonn árið 2020 sem er um 1% minni afli en árið 2019. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna, tæp 244 þúsund tonn. Loðna veiddist ekki á árinu 2020 annað árið í röð. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti 10 milljarðar króna, kolmunna (7 milljarðar) og síld (6,8 milljarðar).

Af flatfiski veiddust tæp 23 þúsund tonn árið 2020 sem er 3,6% meira en afli fyrra árs. Aflaverðmæti flatfiskafurða nam tæpum 9,9 milljörðum króna sem er 6% meira en árið 2019. Löndun á skelfisk og krabbadýrum var aðeins 4.900 tonn samanborið við 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam rúmum 1,2 milljörðum sem er 33% minna en árið 2019.

Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2019-2020
  Aflamagn Aflaverðmæti
2019 2020 Mism %
2019-20
2019 2020 Mism %
2019-20
Tonn  Milljónir króna  
Heildarafli 1.047.568 1.021.020-2,5 145.076 148.341 2,3
          
Botnfiskafli samtals 480.956 463.632-3,6 112.310 113.417 1,0
Þorskur 272.989 277.5111,7 69.950 75.860 8,4
Ýsa 57.747 54.214-6,1 14.429 13.259 -8,1
Ufsi 64.681 50.450-22,0 10.430 7.651 -26,6
Karfi 53.380 51.947-2,7 12.110 12.176 0,5
Flatfiskafli samtals 22.188 22.9933,6 9.318 9.872 5,9
Grálúða 12.044 12.5434,1 6.511 6.980 7,2
Skarkoli 6.828 7.50910,0 1.890 2.137 13,1
Uppsjávarafli samtals 534.373 529.423-0,9 21.578 23.803 10,3
Síld 30.041 35.85119,3 1.171 1.752 49,6
Norsk-íslensk síld 107.889 98.312-8,9 4.735 5.053 6,7
Loðna 0 0 - 0 0 -
Loðnuhrogn 0 0 - 0 0 -
Kolmunni 268.357 243.725-9,2 7.181 7.038 -2,0
Makríll 128.084 151.53418,3 8.491 9.960 17,3
Skelfisk- og krabbaafli samtals 10.051 4.918-51,1 1.870 1.249 -33,2
Humar 259 194-25,1 267 206 -22,8
Rækja 2.920 3.1277,1 1.053 885 -15,9
         
Annar afli4525,000 -

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.