Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 23. ágúst 2019 frá upprunalegri útgáfu. Textanum "til eigin vinnslu innanlands" hefur verið breytt í "til vinnslu innanlands".

Aflaverðmæti úr sjó var tæpir 126,3 milljarðar árið 2018 sem er 14,8% aukning samanborið við árið 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam 89 milljörðum og jókst um 16,9%. Þorskur er sem fyrr verðmætasta tegundin með aflaverðmæti upp á 55,8 milljarða, sem er 14,5% aukning milli ára. Af öðrum botnfisktegunum nam aflaverðmæti ýsu 10,6 milljörðum (+33,2%), karfa 10,2 milljörðum (+15,5%) og ufsa 7,9 milljörðum (+23,6%). Verðmæti uppsjávarafla var 24,4 milljarðar sem er 2,6% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti flatfisks jókst um 35,6% á milli ára og var 10,2 milljarðar árið 2018. Verðmæti skel- og krabbadýraaflans nam 2,6 milljörðum á síðasta ári samanborið við 2,4 milljarða árið 2017.

Verðmæti afla, sem seldur var til vinnslu innanlands árið 2018, nam 70,8 milljörðum sem er um 56% af heildarverðmæti. Verðmæti sjófrysts afla nam 29,8 milljörðum og verðmæti afla, sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands , nam 19,5 milljörðum, eða um 15% af heildarverðmæti.

Í desember 2018 var aflaverðmæti 7,1 milljarður sem er 4,4% minna en í desember 2017. Samdráttur varð í öllum tegundaflokkum, aflaverðmæti botnfisks dróst saman um 2,3%, flatfisks um 14,4%, uppsjávartegundir um 13,1% og verðmæti skel- og krabbadýra var 24,2% lægra en árið 2017.

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2017 2018 % 2017 2018 %
Verðmæti alls7.452,57.126,4 -4,4109.953,3126.277,1 14,8
Botnfiskur6.107,05.967,5 -2,376.244,489.094,4 16,9
Þorskur 4.033,7 3.938,9-2,4 48.716,9 55.787,7 14,5
Ýsa 661,4 946,6 43,1 7.948,3 10.588,2 33,2
Ufsi 519,7 507,2 -2,4 6.428,4 7.945,123,6
Karfi 610,4 412,8 -32,4 8.836,7 10.208,5 15,5
Úthafskarfi 0,0 0,0 - 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur281,8 162,0 -42,5 3.980,9 4.346,0 9,2
Flatfiskafli359,1307,5 -14,4 7.492,0 10.162,0 35,6
Uppsjávarafli935,0812,4 -13,123.777,924.405,2 2,6
Síld216,7159,1 -26,64.464,94.640,4 3,9
Loðna0,00,0 -6.709,45.891,7 -12,2
Kolmunni718,3653,3 -9,0 4.078,1 6.366,4 56,1
Makríll 0,0 0,0 - 8.525,4 7.506,8 -11,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 - 0,0 0,0 -98,3
Skel- og krabbadýraafli51,438,9-24,22.439,02.615,5 7,2
Humar 0,0 0,0 - 833,6 567,5 -31,9
Rækja21,59,9 -53,8 1.231,0 1.489,2 21,0
Annar skel- og krabbadýrafli29,929,0 -3,1374,3558,849,3
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2017–2018
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2017 2018 % 2017 2018 %
Verðmæti alls7.452,57.126,4 -4,4109.953,3126.277,1 14,8
Til vinnslu innanlands4.359,24.132,1 -5,260.007,470.836,8 18,0
Á markað til vinnslu innanlands1.126,11.522,2 35,216.350,919.556,5 19,6
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,0 0,3 -68,20,5 -99,2
Í gáma til útflutnings181,1216,9 19,84.128,45.791,9 40,3
Sjófryst1.778,61.243,8 -30,129.173,229.830,7 2,3
Aðrar löndunartegundir7,511,1 46,9225,2260,6 15,7

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2017–2018
Milljónir króna Desember Janúar-desember
  2017 2018 % 2017 2018 %
Verðmæti alls7.452,57.126,4 -4,4109.953,3126.277,1 14,8
Höfuðborgarsvæði1.919,61.895,4 -1,327.671,332.700,2 18,2
Vesturland406,9407,6 0,26.042,47.293,3 20,7
Vestfirðir453,0553,722,25.703,16.829,119,7
Norðurland vestra397,0479,1 20,75.290,56.247,9 18,1
Norðurland eystra956,01.023,9 7,113.844,215.451,6 11,6
Austurland1.029,81.176,6 14,217.497,121.488,7 22,8
Suðurland535,3323,2-39,610.813,69.230,0 -14,6
Suðurnes1.559,71.033,2 -33,818.742,320.853,3 11,3
Útlönd195,1233,8 19,94.348,86.183,0 42,2

Talnaefni