Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 80,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins 2012 samanborið við 70,5 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 10 milljarða eða 14,2% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var 52,2 milljarðar og jókst um 8% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 48,4 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 27,2 milljarðar og jókst um 12,9% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 7,4 milljörðum og jókst um 19,4% en verðmæti karfaaflans nam 7,7 milljörðum, sem er 21,4% aukning frá fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 6,1% milli ára og nam 4,1 milljarði króna í janúar til júní 2012.

Verðmæti uppsjávarafla nam um 18,5 milljörðum króna í janúar til júní 2012, sem er 37,6% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist að mestu af loðnuafla að verðmæti rúmum13 milljörðum króna samanborið við 8,7 milljarða á fyrri hluta ársins 2011. Einnig var 1,6 milljarða króna aukning í kolmunnaafla, sem nam um 2,5 milljörðum króna árið 2012. Aflaverðmæti flatfisksafla nam um 6,3 milljörðum króna, sem er 9,1% aukning frá janúar til júní 2011.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 41,4 milljörðum króna og jókst um 21,9% miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2011. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 15,3% milli ára og nam12,2 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam tæpum 23,3 milljörðum í janúar til júní og jókst um 5,1% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 3,1 milljörðum króna, sem er 1,7% samdráttur frá árinu 2011.

Verðmæti afla janúar-júní 2012      
Milljónir króna Júní Janúar–júní Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.245 9.280 70.502 80.530 14,2
Botnfiskur 9.228 6.479 48.390 52.249 8,0
Þorskur 2.553 3.095 24.112 27.223 12,9
Ýsa 537 584 6.198 7.399 19,4
Ufsi 915 755 3.903 4.142 6,1
Karfi 1.239 597 6.364 7.728 21,4
Úthafskarfi 3.097 747 3.209 1.230 -61,7
Annar botnfiskur 886 701 4.603 4.527 -1,7
Flatfisksafli 883 789 5.791 6.318 9,1
Uppsjávarafli 2.501 1.319 13.434 18.479 37,6
Síld 789 352 1.093 401 -63,4
Loðna 0 0 8.684 13.117 51,1
Kolmunni 1 0 152 2.516 1.553,1
Annar uppsjávarafli 1.711 967 3.504 2.444 -30,3
Skel- og krabbadýraafli 478 632 1.562 2.282 46,1
Rækja 281 427 1.093 1.757 60,7
Annar skel- og krabbad.afli 198 205 468 525 12,1
Annar afli 155 62 1.325 1.202 -9,3

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-júní 2012    
Milljónir króna Júní Janúar–júní Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 13.245 9.280 70.502 80.530 14,2
Til vinnslu innanlands 4.495 3.960 33.961 41.396 21,9
Í gáma til útflutnings 548 396 3.156 3.101 -1,7
Landað erlendis í bræðslu 0 0 145 118 -18,6
Sjófryst 6.534 3.011 22.135 23.264 5,1
Á markað til vinnslu innanlands 1.585 1.882 10.581 12.204 15,3
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 22 7 77 96 24,1
Selt úr skipi erlendis 0 0 0 0
Fiskeldi 0 0 0 0
  Aðrar löndunartegundir 60 24 446 350 -21,5

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-júní 2012  
Milljónir króna Júní Janúar–júní Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 1.410 9.280 70.502 80.530 14,2
Höfuðborgarsvæði 257 1.889 13.188 17.226 30,6
Suðurnes 459 1.645 12.779 14.069 10,1
Vesturland 81 414 4.449 5.187 16,6
Vestfirðir 231 1.023 3.781 4.641 22,8
Norðurland vestra 8 809 4.883 5.691 16,6
Norðurland eystra 183 922 10.172 7.907 -22,3
Austurland 127 957 9.374 12.922 37,8
Suðurland 24 1.178 8.574 9.591 11,9
  Útlönd 39 445 3.302 3.295 -0,2

Talnaefni