Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 122,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 samanborið við 114,5 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 8,3 milljarða eða 7,2% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var 71,5 milljarðar og jókst um 5,6% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 67,7 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 36,5 milljarðar og jókst um 12,8% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 9,3 milljörðum og jókst um 10,3% en verðmæti karfaaflans nam 10,3 milljörðum, sem er 7,0% aukning frá fyrstu níu mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 9,3% milli ára og nam 7,0 milljarði króna í janúar til september 2012.

Verðmæti uppsjávarafla nam um 38,0 milljörðum króna í janúar til september 2012, sem er 7,6% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist að mestu af loðnuafla að verðmæti rúmum 13 milljörðum króna samanborið við 8,7 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 2011. Einnig var 2,4 milljarða króna aukning í kolmunnaafla, sem nam um 2,7 milljörðum króna árið 2012. Verðmæti makrílafla drógst saman um 19% á milli ára og nam tæpum 14,4 milljörðum króna í janúar til september 2012. Nær enginn annar uppsjávarafli var veiddur fyrstu níu mánuði ársins 2012, samanborið við gulldepluafla að verðmæti 261 milljón króna á sama tímabili árið 2011. Aflaverðmæti flatfisksafla nam um 8,6 milljörðum króna, sem er 12,5% aukning frá janúar til september 2011.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 58,3 milljörðum króna og jókst um 17,0% miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2011. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 9,3% milli ára og nam 16,5 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam 42,9 milljörðum í janúar til september og drógst saman um 1,8% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 4,3 milljörðum króna, sem er 16,5% samdráttur frá árinu 2011.

Verðmæti afla janúar-september 2012      
Milljónir króna September Janúar–september Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.375 14.488 114.541 122.844 7,2
Botnfiskur 7.203 7.695 67.680 71.464 5,6
Þorskur 3.493 4.086 32.393 36.547 12,8
Ýsa 869 813 8.428 9.296 10,3
Ufsi 709 926 6.419 7.013 9,3
Karfi 1.226 1.158 9.602 10.276 7,0
Úthafskarfi 0 8 4.028 1.979 -50,9
Annar botnfiskur 906 704 6.810 6.353 -6,7
Flatfisksafli 802 970 7.626 8.581 12,5
Uppsjávarafli 7.048 5.564 35.348 38.033 7,6
Síld 3.348 3.887 6.906 6.406 -7,2
Loðna 0 0 8.684 13.117 51,1
Kolmunni 49 73 215 2.662 1.136,5
Annar uppsjávarafli 3.651 1.605 19.543 15.848 -18,9
Skel- og krabbadýraafli 302 255 2.421 3.496 44,4
Rækja 161 152 1.567 2.577 64,4
Annar skel- og krabbad.afli 141 103 854 919 7,6
Annar afli 19 4 1.465 1.269 -13,4

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-september 2012  
Milljónir króna September Janúar–september Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.375 14.488 114.541 122.844 7,2
Til vinnslu innanlands 6.017 6.423 49.831 58.315 17,0
Í gáma til útflutnings 664 420 5.064 4.228 -16,5
Landað erlendis í bræðslu 0 0 145 125 -14,3
Sjófryst 7.072 6.136 43.700 42.924 -1,8
Á markað til vinnslu innanlands 1.520 1.463 15.068 16.467 9,3
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 63 16 141 330 134,0
Selt úr skipi erlendis 0 0 0 0
Fiskeldi 0 0 0 0
  Aðrar löndunartegundir 39 30 592 454 -23,2

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-september 2012
Milljónir króna September Janúar–september Breyting frá
    2011 2012 2011 2012 fyrra ári í %
Verðmæti alls 15.375 14.488 114.541 122.844 7,2
Höfuðborgarsvæði 2.662 3.278 21.137 28.130 33,1
Suðurnes 2.402 2.337 18.791 19.862 5,7
Vesturland 585 514 5.444 6.234 14,5
Vestfirðir 648 652 5.890 6.731 14,3
Norðurland vestra 864 768 7.451 7.992 7,3
Norðurland eystra 2.861 2.336 18.983 13.969 -26,4
Austurland 2.465 2.256 16.813 19.750 17,5
Suðurland 2.223 1.892 14.822 15.584 5,1
  Útlönd 664 456 5.209 4.593 -11,8

Talnaefni