FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 05. MARS 2021

Heildaraflaverðmæti fyrstu sölu landaðs afla var rúmlega 148,3 milljarðar króna árið 2020 sem er 2% aukning frá fyrra ári. Heildaraflamagn íslenskra skipa var 1.021 þúsund tonn sem er 3% minni afli en árið 2019.

Afli og aflaverðmæti árin 2019 og 2020
Tonn/Milljónir króna Aflamagn, janúar-desember Aflaverðmæti, janúar-desember
  2019 2020 % 2019 2020 %
Samtals1.047.5681.021.020 -3145.076148.341 2
Eftir mánuðum
janúar46.34535.740 -2310.7037.459 -30
febrúar 73.960 51.533 -30 11.177 11.987 7
mars 118.374 93.292 -21 14.357 14.857 3
apríl 112.955 88.736 -21 13.695 12.729 -7
maí 122.148 125.567 3 14.049 13.044 -7
júní 31.559 61.971 96 7.780 10.926 33
júlí 95.341 89.604 -6 14.222 12.926 -9
ágúst 113.442 130.727 15 14.472 16.952 17
september 109.049 119.849 10 12.510 13.868 11
október 91.581 86.637 -5 12.107 12.741 5
nóvember 69.418 63.788 -8 11.326 11.250 -1
desember 63.397 73.577 16 8.678 9.603 11
Eftir fisktegund
Botnfiskur508.350488.191 -4112.310113.417 1
Þorskur 272.989 277.511 2 69.950 75.860 8
Ýsa 57.747 54.214 -6 14.429 13.259 -8
Ufsi 64.681 50.450 -22 10.430 7.651-27
Karfi 53.380 51.947 -3 12.110 12.176 1
Annar botnfiskur59.553 54.069 -9 5.392 4.471 -17
Flatfiskafli22.18722.994 4 9.318 9.872 6
Uppsjávarafli534.372529.423 -121.57823.803 10
Síld137.930134.163 -35.9056.804 15
Loðna00 -00 -
Kolmunni268.357243.725 -9 7.181 7.038 -2
Makríll 128.084151.534 18 8.491 9.960 -
Annar uppsjávarafli 11 -43 0 0 -
Skel- og krabbadýraafli14.9565.843 -611.8701.249 -33
Humar 259 194 -25 267 206 -23
Rækja 2.920 3.127 7 1.053 885 -16
Annar skel- og krabbadýrafli11.7782.522 -79550158-71
Annar afli 3 5 70 0 0 -
Eftir tegund löndunar
Bein viðskipti788.301768.910 -277.31980.736 4
Á fiskmarkað87.57887.577 022.20623.142 4
Sjófrysting132.606122.450 -837.81536.605 -3
Í gáma til útflutnings23.01721.503 -76.2866.184 -2
Önnur löndun16.45020.580 1231.2321.67575

Afli botnfisktegunda var um 488 þúsund tonn á síðasta ári sem er 4% minna en árið 2019. Aflaverðmæti botnfisks jókst örlítið frá fyrra ári og var rúmir 113 milljarðar króna. Magn uppsjávarafla var tæp 530 þúsund tonn en var 534 þúsund tonn árið 2019 eða 1% meira. Verðmæti uppsjávarafla jókst hins vegar um 10%, úr tæpum 21,6 milljörðum króna árið 2019 í 23,8 milljarða árið 2020. Flatfiskafli var tæplega 23 þúsund tonn sem er 4% meira en árið 2019 og verðmæti flatfisks jókst úr 9,3 milljörðum króna í 9,8 milljarða. Skelfiskafli dróst saman um 61% og aflaverðmætið varð rúmir 1,2 milljarðar króna.

Rúm 600 þúsund tonn af sjávarafurðum voru flutt út árið 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 2,5% minna en árið áður. Verðmæti þess útflutnings var um 270 milljarðar króna sem er 3,7% aukning frá árinu 2019. Þar af var útflutningsverðmæti þorskafurða tæpir 132 milljarðar króna sem er 12,2% aukning frá árinu áður.

Útflutningur og útflutningsverðmæti fimm verðmætustu tegunda 2019-2020
2019 2020
Fisktegund Afurð Tonn Milljónir
króna
(fob)
Tonn Milljónir
króna
(fob)
Mism.
Magn
%
Mism.
Verð
%
Allar tegundir 619.433260.371604.083269.917 -2,5 3,7
Þorskur Allir afurðaflokkar132.174117.521140.026131.877 5,9 12,2
-Frystar afurðir53.09841.78051.72646.577 -2,6 11,5
-Saltaðar afurðir23.65420.51125.23823.187 6,7 13,0
-Ísaðar afurðir40.62147.94346.92554.535 15,5 13,7
-Hertarafurðir12.1265.73511.9855.893 -1,2 2,8
-Mjöl/lýsi2.4921.4762.2081.607 -11,4 8,9
-Annað137751.94479 1319,0 4,7
Ýsa Allir afurðaflokkar24.37518.21323.82519.735 -2,3 8,4
Ufsi Allir afurðaflokkar32.36013.58126.89911.184 -16,9 -17,7
Karfi Allir afurðaflokkar38.03213.70633.23212.922 -12,6 -5,7
Makríll Allir afurðaflokkar94.36819.07486.47618.169 -8,4 -4,7

Af útfluttum þorski voru tæp 52 þúsund tonn fryst, 47 þúsund tonn ísuð og rúm 25 þúsund tonn söltuð. Útflutningsverðmæti var hæst vegna ísaðs þorsks eða tæpir 55 milljarðar króna sem er 13,7% aukning frá árinu 2019.

Af öðrum útfluttum afurðum voru flutt út rúm 86 þúsund tonn af makríl að útflutningsverðmæti 18 milljarðar króna. Útflutt ýsa nam tæpum 24 þúsund tonnum að andvirði 19,7 milljarðar. Útflutningsverðmæti karfa var tæplega 13 milljarðar króna og ufsa rúmir 11 milljarðar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.