Verðmæti afla í ágúst nam 14,4 milljörðum króna sem er 21,3% meira en í ágúst í fyrra. Botnfiskafli jókst um 23,1% að verðmæti og var 8,5 milljarðar. Allar helstu botnfisktegundir jukust að verðmæti milli ára, þorskur um 10,8%, ýsa um 37% og ufsi um 72,9%. Verðmæti uppsjávarafla var 46,3% meiri en í ágúst 2018, eða tæplega 4,7 milljarðar en var tæpir 3,2 milljarðar 2018. Aðaluppistaðan í uppsjávaraflanum var makríll, en verðmæti hans var 4,3 milljarðar. Virði flatfiskafla var 20,3% minni en í ágúst 2018 og nam 1.077 milljónum.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam rúmum 7,3 milljörðum króna í ágúst. Verðmæti sjófrysts afla nam tæpum 4,8 milljörðum og verðmæti afla sem seldur var á markað til vinnslu innanlands nam rúmum 1,5 milljörðum.

Á síðasta fiskveiðiári, frá september 2018 til ágúst 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 142,6 milljörðum, sem er 14% aukning miðað við fyrra fiskveiðiár.

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2018–2019
Milljónir króna Ágúst September-ágúst
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls11.879,114.406,1 21,3125.122,9142.639,1 14,0
Botnfiskur6.954,18.563,4 23,188.202,3108.518,0 23,0
Þorskur 3.927,8 4.352,310,8 56.786,2 66.969,8 17,9
Ýsa 889,6 1.218,4 37,0 9.336,1 14.377,3 54,0
Ufsi 811,0 1.453,5 79,2 7.059,6 10.346,546,6
Karfi 1.071,4 1.242,2 15,9 10.307,8 11.517,8 11,7
Úthafskarfi 0,0 0,0 218,8 51,3 -76,6
Annar botnfiskur254,3 297,0 16,8 4.493,7 5.255,4 17,0
Flatfiskafli1.352,41.077,5 -20,3 9.768,4 9.477,1 -3,0
Uppsjávarafli3.187,34.662,0 46,324.528,722.758,9 -7,2
Síld195,1291,5 49,44.222,14.958,8 17,4
Loðna0,00,0 5.891,70,0
Kolmunni30,431,5 3,7 6.282,9 7.276,9 15,8
Makríll 2.961,9 4.339,0 46,5 8.132,0 10.523,2 29,4
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,0 0,0
Skel- og krabbadýraafli385,4103,3-73,22.623,51.885,0 -28,2
Humar 91,6 5,0 -94,6 629,0 297,9 -52,6
Rækja190,966,3 -65,3 1.456,7 1.100,9 -24,4
Annar skel- og krabbadýrafli102,832,0 -68,9537,8486,2-9,6
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,1

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2018–2019
Milljónir króna Ágúst September-ágúst
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls11.879,114.406,1 21,3125.122,9142.639,1 14,0
Til vinnslu innanlands5.587,97.356,4 31,669.875,575.554,4 8,1
Á markað til vinnslu innanlands1.553,91.551,3 -0,218.530,622.542,6 21,7
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,0 0,0 1,00,3 -63,6
Í gáma til útflutnings531,4496,2 -6,64.999,36.736,0 34,7
Sjófryst4.174,64.821,2 15,531.462,637.063,8 17,8
Aðrar löndunartegundir31,3181,0 479,3254,0741,9 192,1

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2018–2019
Milljónir króna Ágúst September-ágúst
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls11.879,114.406,1 21,3125.122,9142.639,1 14,0
Höfuðborgarsvæði3.265,03.537,4 8,331.348,937.176,2 18,6
Vesturland480,8399,7 -16,97.416,18.025,9 8,2
Vestfirðir585,3589,10,66.699,57.764,215,9
Norðurland vestra1.094,51.060,3 -3,17.195,29.746,1 35,5
Norðurland eystra1.161,71.198,7 3,215.580,216.488,8 5,8
Austurland2.165,83.860,5 78,220.694,723.612,4 14,1
Suðurland794,5612,0-23,010.029,68.508,8 -15,2
Suðurnes1.740,22.462,7 41,520.831,623.736,4 13,9
Útlönd591,3685,8 16,05.327,17.580,1 42,3

Talnaefni