TALNAEFNI SJÁVARÚTVEGUR 28. JÚNÍ 2024

Heildarafli á fyrsta ársfjóðungi ársins 2024 var 218 þúsund tonn sem er 58% minna en á fyrsta ársfjóðungi ársins 2023. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er að engar loðnuveiðiheimildir voru gefnar út. Aflaverðmæti á fyrsta ársfjórðungi dróst saman um 35% miðað við fyrra ár og var samtals rúmlega 40 milljarðar króna á fyrstu þrem mánuðum ársins 2024.

Landaður afli í apríl 2024 var tæplega 155 þúsund tonn sem er 23% meira en í apríl 2023. Aflaverðmæti fyrir apríl jókst um 4% á milli ára, fór úr 14,8 milljörðum í rúmlega 15,5 milljarða árið 2024. Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabilinu frá maí 2023 til apríl 2024 var tæplega 176 milljarðar króna, sem er 10% samdráttur frá sama tímabili ári áður.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.