TALNAEFNI SJÁVARÚTVEGUR 30. APRÍL 2025

Aflaverðmæti í febrúar 2025 nam 14,9 milljörðum króna sem er 12% minna verðmæti en í febrúar 2024. Verðmæti botnfiska dróst saman um 15% og var um 12,9 milljarðar, á meðan verðmæti uppsjávarfiska dróst saman um 89% og var um 1,7 milljarðar.

Á tólf mánaða tímabilinu frá mars 2024 til febrúar 2025 var aflaverðmætið 181 milljarður króna sem er 14% samdráttur miðað við sama tímabil árið á undan.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.