FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 03. OKTÓBER 2024

Afli strandveiðibáta síðasta sumar var um 12.500 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu og verðmæti aflans rúmlega 5 milljarðar króna. Tæplega 94% strandveiðiaflans var þorskur en annað að mestu ufsi. Strandveiðitímabilið stóð yfir frá byrjun maí 2024 framundir miðjan júlí 2024.


Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2024 var heildaraflinn 565 þúsund tonn sem er 36% minna en á sama tímabili í fyrra. Botnfiskafli jókst um 7% og var rúmlega 250 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst hins vegar saman um 53% frá fyrra ári þar sem loðna hefur ekki verið veidd á árinu.

Aflaverðmæti það sem af er ári hefur verið tæplega 95 milljarðar króna og dregist saman um 20% miðað við árið 2023. Þar munar mestu um samdrátt í verðmætum uppsjávarafla um sem nemur 61%. Verðmæti botnfiskafla var tæplega 74 milljarðar en var um 76 milljarðar árið 2023 sem er 3% samdráttur.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.