Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 23. ágúst 2019 frá upprunalegri útgáfu. Textanum "til eigin vinnslu innanlands" hefur verið breytt í "til vinnslu innanlands".

Aflaverðmæti úr sjó var tæpir 14,3 milljarðar í mars, sem er 2,3% aukning samanborið við mars 2018. Verðmæti botnfiskaflans var tæpir 12 milljarðar og jókst um 21,1%. Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 8 milljörðum sem er aukning um 1,4 milljarða samanborið við mars 2018. Verðmæti ýsuafla nam rúmlega 1,4 milljörðum samanborið við 820 milljónir í mars 2018. Af uppsjávartegundum veiddist eingöngu kolmunni en aflaverðmæti hans nam um 1,7 milljörðum samanborið við 445 milljónir í mars 2018. Engin loðna veiddist í mars en aflaverðmæti hennar nam tæpum 2,8 milljörðum í mars 2018. Aflaverðmæti flatfisktegunda var rúmar 655 milljónir samanborið við tæpar 820 milljónir í mars 2018.

Verðmæti afla sem seldur var til vinnslu innanlands var rúmir 8,3 milljarðar. Verðmæti sjófrysts afla nam 3,2 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands var rúmur 2,1 milljarður.

Á 12 mánaða tímabili, frá apríl 2018 til mars 2019, nam aflaverðmæti úr sjó tæplega 132 milljörðum króna sem er 10,4% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2018–2019
Milljónir króna Mars Apríl-mars
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls13.971,614.296,7 2,3119.141,8131.529,2 10,4
Botnfiskur9.830,811.903,3 21,184.860,797.964,7 15,4
Þorskur 6.627,2 8.044,021,4 54.144,7 61.689,2 13,9
Ýsa 820,7 1.423,1 73,4 8.761,5 12.732,2 45,3
Ufsi 726,3 716,2 -1,4 7.311,0 8.304,013,6
Karfi 1.153,7 1.179,7 2,3 10.069,8 10.541,0 4,7
Úthafskarfi 0,0 0,0 - 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur502,8 540,4 7,5 4.240,3 4.479,5 5,6
Flatfiskafli819,7655,1 -20,1 8.383,5 10.560,2 26,0
Uppsjávarafli3.195,81.682,7 -47,323.506,820.378,4 -13,3
Síld0,00,0 -4.504,44.655,9 3,4
Loðna2.750,50,0 -5.891,70,0 -
Kolmunni445,31.682,7 277,9 4.585,2 8.215,8 79,2
Makríll 0,0 0,0 - 8.525,4 7.506,8 -11,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 - 0,0 0,0 -
Skel- og krabbadýraafli125,355,6-55,62.390,82.625,9 9,8
Humar 26,0 1,9 -92,6 828,7 543,4 -34,4
Rækja76,834,1 -55,6 1.184,5 1.508,7 27,4
Annar skel- og krabbadýrafli22,619,6 -13,0377,5573,852,0
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2018–2019
Milljónir króna Mars Apríl-mars
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls13.971,614.296,7 2,3119.141,8131.529,2 10,4
Til vinnslu innanlands8.634,48.330,2 -3,565.526,270.611,8 7,8
Á markað til vinnslu innanlands1.680,22.117,5 26,016.655,821.043,4 26,3
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,2 0,0 -68,30,4 -99,5
Í gáma til útflutnings428,6539,4 25,94.636,76.083,8 31,2
Sjófryst3.181,83.198,1 0,532.038,033.449,5 4,4
Aðrar löndunartegundir46,4111,4 140,0216,7340,4 57,1

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2018–2019
Milljónir króna Mars Apríl-mars
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls13.971,614.296,7 2,3119.141,8131.529,2 10,4
Höfuðborgarsvæði2.847,12.708,2 -4,929.928,334.858,1 16,5
Vesturland1.217,31.206,4 -0,96.595,07.798,8 18,3
Vestfirðir637,9703,810,36.376,17.366,015,5
Norðurland vestra948,41.155,9 21,96.309,58.418,8 33,4
Norðurland eystra1.349,61.814,2 34,415.750,715.841,0 0,6
Austurland2.118,12.193,1 3,518.646,320.349,0 9,1
Suðurland1.986,81.407,3-29,210.370,98.478,1 -18,3
Suðurnes2.400,62.466,2 2,720.256,221.864,2 7,9
Útlönd465,8641,6 37,74.908,76.555,2 33,5

Talnaefni