Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 23. ágúst 2019 frá upprunalegri útgáfu. Textanum "til eigin vinnslu innanlands" hefur verið breytt í "til vinnslu innanlands".

Aflaverðmæti úr sjó var 11,7 milljarðar í nóvember sem er 19,2% aukning samanborið við nóvember 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam 9,3 milljörðum og jókst um 13%. Verðmæti uppsjávarafla var 1,7 milljarðar sem er 69,4% meira en í nóvember 2017.

Verðmæti afla sem seldur var til vinnslu innanlands nam 6,1 milljarði, sem er um 52% af heildarverðmæti. Verðmæti sjófrysts afla nam 3,2 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands nam 1,7 milljarði, eða um 15% af heildarverðmæti.

Á 12 mánaða tímabili, frá desember 2017 til nóvember 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 127 milljörðum króna sem er 16,1% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls9.818,311.703,3 19,2109.066,9126.612,1 16,1
Botnfiskur8.240,09.307,7 13,075.110,889.252,7 18,8
Þorskur 5.284,8 5.561,25,2 47.890,0 55.894,7 16,7
Ýsa 774,4 1.453,8 87,7 7.812,3 10.305,9 31,9
Ufsi 823,3 1.054,3 28,1 6.322,9 7.960,625,9
Karfi 1.091,6 1.008,6 -7,6 8.873,7 10.406,0 17,3
Úthafskarfi 0,0 0,0 - 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur265,9 229,8 -13,6 3.878,6 4.466,8 15,2
Flatfiskafli453,1565,9 24,9 7.462,1 10.216,4 36,9
Uppsjávarafli1.035,31.753,5 69,424.068,324.527,8 1,9
Síld858,31.381,3 60,94.954,14.698,0 -5,2
Loðna0,00,0 -6.709,45.891,7 -12,2
Kolmunni177,0371,8 110,1 3.879,2 6.431,4 65,8
Makríll 0,0 0,4 - 8.525,4 7.506,8 -11,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 - 0,0 0,0 -
Skel- og krabbadýraafli89,976,1-15,32.425,82.615,2 7,8
Humar 8,3 0,0 - 833,6 567,5 -31,9
Rækja28,411,3 -60,3 1.224,5 1.487,9 21,5
Annar skel- og krabbadýrafli53,264,8 21,9367,7559,752,2
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2017–2018
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls9.818,311.703,3 19,2109.066,9126.612,1 16,1
Til vinnslu innanlands5.119,06.152,0 20,259.182,171.060,5 20,1
Á markað til vinnslu innanlands1.510,71.743,1 15,416.067,119.171,6 19,3
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,4 0,0 -68,21,1 -98,5
Í gáma til útflutnings377,5576,1 52,64.093,85.756,1 40,6
Sjófryst2.801,33.219,5 14,929.420,630.365,8 3,2
Aðrar löndunartegundir9,212,5 35,1235,2257,1 9,3

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2017–2018
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls9.818,311.703,3 19,2109.066,9126.612,1 16,1
Höfuðborgarsvæði2.862,93.340,1 16,727.429,032.731,2 19,3
Vesturland552,2589,9 6,85.962,47.292,6 22,3
Vestfirðir535,8594,811,05.647,36.715,318,9
Norðurland vestra440,2703,2 59,75.386,06.165,9 14,5
Norðurland eystra1.198,41.526,4 27,413.750,215.386,8 11,9
Austurland1.143,61.487,7 30,117.545,321.340,9 21,6
Suðurland621,7625,20,610.675,39.443,2 -11,5
Suðurnes2.073,02.240,4 8,118.361,921.391,9 16,5
Útlönd390,5595,6 52,54.309,46.144,3 42,6

Talnaefni