FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 26. ÁGÚST 2022

Aflaverðmæti landaðs afla við fyrstu sölu árið 2021 var rúmlega 162 milljarðar króna sem er 9% hærra en árið 2020. Verðmæti botnfiskafla 2021 var tæpir 117 milljarðar króna, verðmæti uppsjávarafla tæpir 34 milljarðar og aflaverðmæti flatfiska um 10 milljarðar.

Þorskur var sem fyrr verðmætasta fisktegundin með tæplega 76 milljarða verðmæti árið 2021. Um 98% aflaverðmætis komu frá skipum með aflamark og 2% frá strandveiðibátum. Um 78% aflamagns var landað til eigin vinnslu útgerðaraðila, 12% aflans voru sjófryst eða sett í gáma til útflutnings og tæp 8% aflamagns voru seld á fiskmörkuðum innanlands.

Þess utan lönduðu erlend skip afla að andvirði 6,6 milljörðum króna á Íslandi. 77% af þeim afla voru seld beint til afurðastöðva og 21% var sjófrystur fiskur seldur til endurvinnslu á Íslandi.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.