Á árinu 2005 var afli íslenskra skipa tæp 1.669 þúsund tonn sem er 59 þúsund tonnum minni afli en árið 2004. Aflaverðmæti var svipað og fyrra ár eða tæpir 68 milljarðar króna. Unnið var úr stærstum hluta fiskaflans á Austurlandi og einnig var mesta magninu landað þar. Verðmætasti aflinn fór til vinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Af þorskaflanum fór mest í salt og ýsuaflinn sem sló fyrra met í aflamagni var mikið til frystur í landi. Frysting síldaraflans jókst frá árinu 2004 og er nú æ stærri hluti hans frystur annað hvort á landi eða á sjó.

Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2005 - Hagtíðindi

Talnaefni: