FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 14. ÁGÚST 2015

Út er komið ritið Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2014.

Árið 2014 var afli íslenskra skipa tæp 1.077 þúsund tonn, 286 þúsund tonnum minna en árið 2013. Aflaverðmæti nam rúmum 136 milljörðum króna og dróst saman um 11% frá fyrra ári. Stærsti hluti aflans var verkaður á Austulandi, að megninu til uppsjávarafli sem þar var landað. Stærstur hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu, 19,1% og á Suðurnesjum, 13,4%. Verðmæti aukaafurða sem féllu til við vinnslu fiskaflans nam tæpum 5 milljörðum króna á árinu 2013 og stóð nokkurnveginn í stað á milli ára. Verðmæti aukaafurða telst ekki með inni í heildaraflaverðmæti.

 

Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2014 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.