FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. DESEMBER 2016

Árið 2014 var heimsaflinn 96,9 milljón tonn, sem er 696 þúsund tonnum meira en árið áður, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Mestur afli veiddist í Kyrrahafi. Undanfarin ár hefur mest verið veitt af perúansjósu en mikill aflasamdráttur á milli áranna 2013 til 2014 varð til þess að alaskaufsi náði á toppinn yfir mest veiddu fisktegundir árið 2014. Mest af heimsaflanum var veiddur í Asíu, næst mest í Ameríku og svo Evrópu. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2014, en Norðmenn veiddu mest allra Evrópuþjóða og eru í 11. sæti yfir mestu fiskveiðiþjóðir. Íslendingar eru í þriðja sæti  Evrópuþjóða og í 20. sæti á heimsvísu með 1,1% heimsaflans.

Tíu mest veiddu fisktegundir á heimsvísu  
  2013 2014 %
Tonn      
Heimsafli 96.239.506 96.935.820     0,7    
Alaskaufsi 3.239.296 3.214.422 -    0,8    
Perúansjósa 5.674.036 3.140.029 -  44,7    
Randatúnfiskur 2.974.189 3.058.608      2,8    
Spánarmakríll 1.655.132 1.829.833    10,6    
Síld 1.817.333 1.631.181 -  10,2    
Guluggatúnfiskur 1.313.424 1.466.606    11,7    
Makríll 981.998 1.420.744    44,7    
Japönsk ansjósa 1.329.311 1.396.312      5,0    
Þorskur 1.359.399 1.373.460      1,0    
Þráðbendill 1.258.413 1.260.824      0,2    

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.