FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. SEPTEMBER 2020

Afli íslenskra fiskiskipa var rúmlega 131 þúsund tonn í ágúst 2020 sem var 16% meiri afli en í ágúst 2019. Botnfiskafli var tæplega 39 þúsund tonn og jókst um 10% miðað við ágúst 2019. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 20 þúsund tonn og jókst um 22%.

Uppsjávarafli var tæplega 89 þúsund tonn sem var 18% meiri afli en í ágúst 2019. Uppistaða þess afla var makríll, tæp 86 þúsund tonn. Flatfiskafli var um 2.800 tonn sem er 27% aukning miðað við fyrra ár. Samdráttur var áfram í skel- og krabbadýraafla í ágúst sem var rétt tæp 610 tonn samanborið við 684 tonn í ágúst 2019.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá september 2019 til ágúst 2020, var rúmlega 1.011 þúsund tonn sem var 7% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Aflaverðmæti í ágúst, metið á föstu verðlagi, var 11,2% meira en í ágúst 2019.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Fiskafli
  Ágúst September-ágúst
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala97,7108,711,2
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 113.469 131.119 16 1.090.610 1.011.219 -7
Botnfiskafli 35.502 38.900 10 490.707 461.657 -6
Þorskur 16.417 20.104 22 275.971 278.584 1
Ýsa 4.481 4.286 -4 59.475 48.434 -19
Ufsi 7.572 6.868 -9 70.554 53.353 -24
Karfi 5.319 5.949 12 53.368 51.919 -3
Annar botnfiskafli 1.713 1.692 -1 31.339 29.368 -6
Flatfiskafli 2.187 2.777 27 23.081 22.499 -3
Uppsjávarafli 75.097 88.832 18 567.161 520.005 -8
Síld 7.364 2.582 -65 129.931 141.956 9
Loðna 0 - - 0 0 -
Kolmunni 1.146 720 -37 270.870 225.644 -17
Makríll 66.587 85.530 28 166.360 152.404 -8
Annar uppsjávarfiskur 0 - - 0 2 -
Skel-og krabbadýraafli 684 610 -11 9.660 7.055 -27
Annar afli 0 0 - 1 2 76

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.