FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. SEPTEMBER 2021

Landaður afli í ágúst 2021 var 108,9 þúsund tonn sem er 17% minni afli en í ágúst 2020. Botnfiskafli var um 39 þúsund tonn sem er svipaður afli og í fyrra. Af botnfisktegundum var þorskur tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli var rúmlega 65 þúsund tonn sem er 26% minni afli en í ágúst 2020. Mest var veitt af makríl, eða rúm 63 þúsund tonn.

Á 12 mánaða tímabilinu frá september 2020 til ágúst 2021 var heildaraflinn tæplega 1.052 þúsund tonn sem er 4% meiri afli en á sama tímabili árið áður. Á tímabilinu veiddust 480 þúsund tonn af botnfisktegundum og 540 þúsund tonn af uppsjávartegundum.

Samkvæmt bráðabirgðatölum var afli strandveiðibáta samtals 12.142 tonn á strandveiðitímabilinu 1. maí til 20. ágúst 2021, en var 11.867 tonn árið 2020. Meginuppistaða strandveiðiaflans 2021 var þorskur eða 11.131 tonn og ufsi rúm 906 tonn.

Landaður afli í ágúst 2021, metinn á föstu verðlagi, lækkar um 8,8% samanborið við ágúst í fyrra. Magnvísitala hefur einnig verið uppfærð fyrir fyrri mánuði ársins.

Fiskafli
  Ágúst Sept-ágúst
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala108,599,0 -8,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 130.724 108.850 -17 1.010.827 1.051.871 4
Botnfiskafli 38.914 39.111 1 461.662 480.334 4
Þorskur 20.119 19.833 -1 278.591 277.164 -1
Ýsa 4.287 4.842 13 48.433 59.619 23
Ufsi 6.868 5.686 -17 53.356 56.333 6
Karfi 5.946 6.520 10 51.914 52.594 1
Annar botnfiskafli 1.694 2.230 32 29.369 34.624 18
Flatfiskafli 2.777 3.028 9 22.513 25.147 12
Uppsjávarafli 88.422 65.284 -26 519.596 539.275 4
Síld 2.582 1.038 -60 141.956 124.411 -12
Loðna 0 - - 0 70.726 -
Kolmunni 720 1.068 48 225.631 210.673 -7
Makríll 85.120 63.178 -26 152.007 133.458 -12
Annar uppsjávarfiskur 0 - - 2 7 265
Skel- og krabbadýraafli 610 1.426 134 7.054 7.099 1
Annar afli 0 - - 2 16 625

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.