Landaður afli nam rúmum 106 þúsund tonnum í ágúst 2025 sem er 32% meira en í ágúst í fyrra. Um 7% samdráttur varð á botnfiskafla sem var 30 þúsund tonn á meðan uppsjávarafli var tæplega 74 þúsund tonn og jókst um 62%.
Á ársgrundvelli tímabilsins september 2024 til ágúst 2025 var landað samtals 1.006 þúsund tonnum sem er 2% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.