FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. MAÍ 2020

Afli íslenskra fiskiskipa var 88,8 þúsund tonn í apríl sem er 21% minni afli en í apríl 2019. Þorskafli var álíka og í apríl 2019 á meðan verulegur samdráttur varð í veiðum á ýsu, ufsa og karfa. Samdráttur varð einnig í uppsjávarafla þar sem landað magn kolmunna dróst saman um 31%. 3.601 tonnum var landað af grásleppu og rauðmaga í apríl, þar af var tæplega 60% landað á Norðurlandi sem er nokkur aukning miðað við fyrri ár.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2019 til apríl 2020 var 966 þúsund tonn sem er 13% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Afli í apríl, metinn á föstu verðlagi, var 12,4% minni en í apríl 2019.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Fiskafli
  Apríl Maí-april
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala98,586,2-12,4
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 113.084 88.789 -21 1.114.636 965.738 -13
Botnfiskafli 49.079 44.567 -9 489.815 464.673 -5
Þorskur 22.981 23.238 1 278.534 269.619 -3
Ýsa 7.595 4.440 -42 58.963 49.086 -17
Ufsi 6.160 5.099 -17 65.693 60.793 -7
Karfi 5.805 4.644 -20 55.098 53.022 -4
Grásleppa/rauðmagi 2.378 3.601 51 4.520 6.372 41
Annar botnfiskafli 6.538 7.146 9 31.527 32.153 2
Flatfiskafli 1.851 2.044 10 27.027 20.501 -24
Uppsjávarafli 61.064 41.914 -31 585.577 471.816 -19
Síld 0 0 - 124.075 138.084 11
Loðna 0 0 - 0 0 -
Kolmunni 60.850 41.706 -31 325.725 205.652 -37
Makríll 214 208 -3 135.777 128.078 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 1 -
Skel-og krabbadýraafli 1.089 264 -76 12.216 8.745 -28
Annar afli 1 0 - 1 3 216
Grásleppu og rauðmaga landað í apríl 2017-2020
Fiskafli í tonnum 2017 2018 2019 2020
Allt landið1522215523783601
Höfuðborgarsvæði33976982
Vesturland13717397122
Vestfirðir177454529616
Norðurland vestra262446477745
Norðurland eystra4886407541340
Austurland378254370578
Suðurland0000
Suðurnes479182118

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.