FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 16. MARS 2020

Afli íslenskra fiskiskipa í febrúar var 51,5 þúsund tonn sem er 30% minna en í febrúar 2019. Samdráttur í heildaraflamagni skýrist af minni kolmunnaafla en ríflega 6,5 þúsund tonn veiddust í janúar samanborið við rúm 30 þúsund tonn í janúar 2019.

Botnfiskafli nam tæpum 44 þúsund tonnum í febrúar sem er 5% aukning samanborið við febrúar 2019. Af botnfisktegundum nam þorskaflinn tæpum 29 þúsund tonnum sem er einnig 5% meira en á fyrra ári.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá mars 2019 til febrúar 2020 var rétt rúmlega milljón tonn sem er 14% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Afli í febrúar, metinn á föstu verðlagi, var 7,5% minni en í febrúar 2019.

Fiskafli
  Febrúar Mars-febrúar
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala80,074,0-7,5
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 74.005 51.547 -30 1.187.169 1.015.121 -14
Botnfiskafli 42.016 43.918 5 491.165 467.726 -5
Þorskur 27.420 28.876 5 279.245 267.757 -4
Ýsa 5.786 4.558 -21 53.302 53.165 0
Ufsi 3.587 3.393 -5 67.879 61.289 -10
Karfi 3.348 5.034 50 57.990 53.736 -7
Annar botnfiskafli 1.876 2.056 10 32.749 31.779 -3
Flatfiskafli 1.227 862 -30 28.199 20.582 -27
Uppsjávarafli 30.419 6.577 -78 654.872 517.012 -21
Síld 0 0 - 124.075 138.084 11
Loðna 0 0 - 81.698 0 -100
Kolmunni 30.419 6.577 -78 313.496 250.842 -20
Makríll 0 0 - 135.603 128.085 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 1 -
Skel-og krabbadýraafli 343 190 -45 12.933 9.798 -24
Annar afli 0 0 - 0 3 -

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.