Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 25,7% á föstu verði í febrúar 2014 samanborið við febrúar árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 56,2% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfiskafli dróst mun minna saman í febrúar milli ára heldur en uppsjávarafli eða um 10,5%. Magnvísitalan tekur tillit til verðhlutfalla milli einstakra fisktegunda og þar sem botnfiskaflinn er verðmætari en uppsjávaraflinn er samdráttur aflans á föstu verði er mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum.
Fiskafli | ||||||
Mánuður |
12 mánaða tímabil |
|||||
Febrúar | Mars - febrúar | |||||
2014 | 2013 | % | 2013-2014 | 2012-2013 | % | |
Fiskafli á föstu verði1 | ||||||
Vísitala | 82,2 | 110,5 | -26 | 89,9 | 87,9 | 2,3 |
Fiskafli í tonnum2 | ||||||
Heildarafli | 102.693 | 234.666 | -56 | 1.150.065 | 1.325.359 | -13 |
Botnfiskafli | 40.043 | 44.729 | -10 | 448.314 | 429.546 | 4 |
Þorskur | 23.384 | 25.303 | -8 | 234.447 | 211.817 | 11 |
Ýsa | 4.124 | 5.635 | -27 | 43.802 | 46.347 | -5 |
Ufsi | 2.947 | 3.830 | -23 | 56.483 | 52.592 | 7 |
Karfi | 5.822 | 5.551 | 5 | 60.009 | 56.674 | 6 |
Annar botnfiskafli | 3.768 | 4.410 | -15 | 53.573 | 62.116 | -14 |
Flatfiskafli | 1.545 | 1.986 | -22 | 24.488 | 23.920 | 2 |
Uppsjávarafli | 60.902 | 187.187 | -67 | 663.348 | 856.896 | -23 |
Síld | 3.758 | 361 | 941 | 161.936 | 193.756 | -16 |
Loðna | 55.907 | 186.822 | -70 | 232.707 | 447.330 | -48 |
Kolmunni | 1.237 | 4 | 30.825 | 114.380 | 63.380 | 80 |
Makríll | - | - | - | 154.320 | 152.413 | 1 |
Annar uppsjávarfiskur | - | 0 | -100 | 5 | 17 | -72 |
Skel-og krabbadýraafli | 202 | 764 | -74 | 13.848 | 14.908 | -7 |
Annar afli | - | - | - | 68 | 89 | -24 |
1 Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2012-2013.
2Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.