FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 14. FEBRÚAR 2020

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í janúar 2020 var 35,8 þúsund tonn sem er 23% minni afli en í janúar í fyrra. Botnfiskafli dróst saman um tæp 16 þúsund tonn eða 37%. Aukning varð í uppsjávarafla þar sem rúm 6 þúsund tonn af kolmunna veiddust, en enginn kolmunni hafði veiðst í janúar 2019.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2019 til janúar 2020 var 1.038 þúsund tonn sem er 13% minna en fyrir sama tímabil ári áður.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Fiskafli í tonnum
  Janúar Febrúar-janúar
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Heildarafli 46.389 35.780 -23 1.197.850 1.037.593 -13
Botnfiskafli 42.726 27.051 -37 486.608 465.838 -4
Þorskur 24.166 17.461 -28 275.896 266.317 -3
Ýsa 7.414 3.889 -48 51.503 54.393 6
Ufsi 5.870 2.654 -55 68.594 61.481 -10
Karfi 3.590 2.110 -41 58.024 52.049 -10
Annar botnfiskafli 1.685 937 -44 32.592 31.598 -3
Flatfiskafli 1.947 662 -66 27.579 20.947 -24
Uppsjávarafli 1.346 7.827 482 670.879 540.854 -19
Síld 1.346 1.494 11 124.075 138.084 11
Loðna 0 0 - 118.249 0 -100
Kolmunni 0 6.333 - 292.952 274.684 -6
Makríll 0 0 - 135.603 128.085 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 1 4.119
Skel-og krabbadýraafli 371 240 -35 12.783 9.951 -22
Annar afli 0 0 - 0 3 2.660

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.