Afli íslenskra fiskiskipa var tæplega 90 þúsund tonn í júlí 2020 sem er 6% minni afli en í júlí 2019. Botnfiskafli var rúmlega 31 þúsund tonn og dróst saman um 18% miðað við júlí 2019. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 20 þúsund tonn og dróst saman um 6%. Mun meiri aflasamdráttur var í öðrum botnfisktegundum.
Uppsjávarafli var tæplega 56 þúsund tonn sem er 4% meiri afli en í júlí 2019. Uppistaða þess afla var makríll, tæp 41 þúsund tonn, og síld, um 15 þúsund tonn. Flatfiskafli var um 2.200 tonn sem er 17% aukning miðað við fyrra ár en mikill samdráttur var í skel- og krabbadýraafla í júlí sem var rétt tæp 400 kíló samanborið við 1.533 kíló í júlí 2019.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá ágúst 2019 til júlí 2020, var tæplega 994 þúsund tonn sem er 8% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.
Aflaverðmæti í júlí, metið á föstu verðlagi, var 14% minna en í júlí 2019.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.
Fiskafli | ||||||
Júlí | Ágúst-júlí | |||||
2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 93,7 | 80,6 | -14,0 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 95.477 | 89.599 | -6 | 1.082.280 | 993.542 | -8 |
Botnfiskafli | 38.449 | 31.371 | -18 | 492.948 | 458.223 | -7 |
Þorskur | 21.355 | 20.044 | -6 | 277.796 | 274.874 | -1 |
Ýsa | 3.886 | 3.186 | -18 | 59.428 | 48.628 | -18 |
Ufsi | 6.043 | 3.478 | -42 | 69.747 | 54.054 | -23 |
Karfi | 4.910 | 3.316 | -32 | 54.457 | 51.281 | -6 |
Annar botnfiskafli | 2.255 | 1.347 | -40 | 31.520 | 29.386 | -7 |
Flatfiskafli | 1.901 | 2.232 | 17 | 24.246 | 21.919 | -10 |
Uppsjávarafli | 53.594 | 55.604 | 4 | 553.952 | 506.270 | -9 |
Síld | 7.861 | 14.800 | 88 | 128.655 | 146.738 | 14 |
Loðna | 0 | 0 | - | 0 | 0 | - |
Kolmunni | 3.000 | 111 | -96 | 271.257 | 226.070 | -17 |
Makríll | 42.733 | 40.693 | -5 | 154.040 | 133.461 | -13 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | - | - | 0 | 2 | - |
Skel-og krabbadýraafli | 1.533 | 392 | -74 | 11.132 | 7.128 | -36 |
Annar afli | 0 | 0 | - | 1 | 2 | 68 |