Landaður afli í júlí 2021 var rúm 87 þúsund tonn sem er 2% minni afli en í júlí 2020. Botnfiskafli var tæp 29 þúsund tonn, 9% minni en árið 2020. Af botnfisktegundum var þorskur um 18 þúsund tonn sem er 9% minni afli en í júlí 2020. Uppsjávarafli var 55,6 þúsund tonn í júlí og stóð í stað milli ára. Mest var veitt af makríl eða tæp 48 þúsund tonn..

Á 12 mánaða tímabilinu ágúst 2020 til júlí 2021 var heildaraflinn 1.074 þúsund tonn sem er 8% meiri afli en á sama tímabili árið áður. Á tímabilinu veiddust 277 þúsund tonn af botnfisktegundum og 562 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Afli í júlí 2021 metinn á föstu verðlagi lækkar um 3,4% frá júlí í fyrra. Magnvísitala hefur einnig verið leiðrétt fyrir fyrri mánuði ársins.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Fiskafli
  Júlí Ágúst-júlí
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala80,677,8 -3,4
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 89.611 87.408 -2 993.572 1.073.761 8
Botnfiskafli 31.381 28.653 -9 458.250 480.137 5
Þorskur 20.050 17.757 -11 274.889 277.448 1
Ýsa 3.185 3.018 -5 48.627 59.064 21
Ufsi 3.480 3.202 -8 54.060 57.515 6
Karfi 3.319 3.146 -5 51.287 52.022 1
Annar botnfiskafli 1.348 1.529 13 29.388 34.088 16
Flatfiskafli 2.233 2.568 15 21.922 24.913 14
Uppsjávarafli 55.604 55.616 0 506.270 562.412 11
Síld 14.800 7.782 -47 146.738 125.955 -14
Loðna 0 0 - 0 70.726 -
Kolmunni 111 121 9 226.057 210.325 -7
Makríll 40.693 47.713 17 133.474 155.399 16
Annar uppsjávarfiskur 0 1 - 2 7 -
Skel- og krabbadýraafli 392 571 46 7.128 6.283 -12
Annar afli 0 0 - 2 16 -

Talnaefni