Landaður afli nam tæpum 86 þúsund tonnum í júlí sem er 10% meira en í júlí 2024. Botnfiskafli var tæplega 26 þúsund tonn sem er 1% samdráttur miðað við júlí í fyrra. Uppsjávarafli var tæplega 58 þúsund tonn, mestmegnis makríll.
Á ársgrundvelli tímabilsins ágúst 2024 til júlí 2025 var landað samtals 980 þúsund tonnum sem er 7% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.