FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JÚNÍ 2020

Afli íslenskra fiskiskipa var 125,6 þúsund tonn í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. 12% samdráttur varð á veiðum á botnfiski, utan þorskafla sem jókst um 1% og var hann tæplega 26,7 þúsund tonn. Af uppsjávarfiski veiddust tæp 80 þúsund tonn sem er 14% meira en í maí 2019, en meginuppistaða uppsjávaraflans var kolmunni. Strandveiðitímabilið hófst í maí og var afli strandveiðibáta mjög álíka og á fyrri árum þar sem um 94% af aflanum er þorskur veiddur á handfæri.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2019 til maí 2020 var 969 þúsund tonn sem er 12% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Afli í maí, metinn á föstu verðlagi, var 8,9% minni en í maí 2019.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Fiskafli
  Maí Júní-maí
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala101,592,4-8,9
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 122.171 125.612 3 1.095.893 969.178 -12
Botnfiskafli 48.283 42.484 -12 492.835 458.872 -7
Þorskur 26.473 26.668 1 279.245 269.820 -3
Ýsa 4.067 3.480 -14 59.641 48.499 -19
Ufsi 7.529 4.001 -47 67.497 57.266 -15
Karfi 5.073 4.203 -17 54.874 52.145 -5
Annar botnfiskafli 5.142 4.133 -20 31.579 31.143 -1
Flatfiskafli 3.246 2.877 -11 26.640 20.132 -24
Uppsjávarafli 69.561 79.714 15 564.648 481.970 -15
Síld 0 0 - 124.075 138.084 11
Loðna 0 0 - 0 0 -
Kolmunni 69.167 78.958 14 304.537 215.444 -29
Makríll 394 756 92 136.036 128.441 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 1 -
Skel-og krabbadýraafli 1.080 536 -50 11.769 8.202 -30
Annar afli 0 0 - 1 2 68
Strandveiðar í maí 2016-2020
Fiskafli í tonnum 2016 2017 2018 2019 2020
Allar tegundir 2.388 2.120 1.905 2.342 2.465
Þorskur 2.254 2.033 1.806 2.185 2.319
Ýsa 6 8 2 3 3
Ufsi 101 63 88 140 132
Karfi 24 14 8 11 9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.