FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JÚNÍ 2021

Heildarafli í maí 2021 var tæplega 108 þúsund tonn sem er 14% minna en í maí 2020. Botnfiskafli var rúmlega 46 þúsund tonn samanborið við 42 þúsund tonn í maí í fyrra. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða rúm 25 þúsund tonn. Uppsjávarafli í maí var mestmegnis kolmunni, 58 þúsund tonn samanborið við tæp 79 þúsund tonn í maí árið 2020.

Á tólf mánaða tímabili, frá júní 2020 til maí 2021, var landaður afli tæplega 1,1 milljón tonn sem er 12% meira magn en var landað á sama tólf mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 574 þúsund tonn, botnfiskafli 483 þúsund tonn og flatfiskafli rúm 25 þúsund tonn.

Afli í maí 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 0,3% verðmætaaukningar miðað við maí í fyrra.

Fiskafli
  Maí Juní-maí
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala92,492,7 0,3
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 125.570 108.176 -14 969.084 1.088.344 12
Botnfiskafli 42.447 46.476 9 458.772 483.217 5
Þorskur 26.686 25.310 -5 269.818 281.370 4
Ýsa 3.476 4.592 32 48.495 58.101 20
Ufsi 3.980 7.077 78 57.248 57.158 0
Karfi 4.175 4.396 5 52.115 52.838 1
Annar botnfiskafli 4.131 5.101 23 31.096 33.750 9
Flatfiskafli 2.872 2.787 -3 20.138 25.451 26
Uppsjávarafli 79.714 58.180 -27 481.970 573.650 19
Síld 0 16 - 138.084 134.289 -3
Loðna 0 0 - 0 70.726 -
Kolmunni 78.945 58.040 -26 215.431 217.952 1
Makríll 769 118 -85 128.454 150.676 17
Annar uppsjávarfiskur 0 5 - 1 7 391
Skel- og krabbadýraafli 536 693 29 8.202 5.459 -33
Annar afli 0 41 - 2 566 26.432

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.