FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 16. APRÍL 2020

Landaður afli íslenskra fiskiskipa var um 93,2 þúsund tonn í mars, sem er 21% minni afli en í mars 2019. Samdráttur í aflamagni skýrist af minni kolmunnaafla en rúm 38 þúsund tonn veiddust af kolmunna í mars samanborið við tæp 65 þúsund tonn í mars 2019. Botnfiskafli var 53,4 þúsund tonn og jókst um 3% samanborið við mars 2019. Af botnfisktegundum var þorskaflinn 32,9 þúsund tonn og jókst um 5% frá fyrra ári.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá apríl 2019 til mars 2020 var 990 þúsund tonn sem er 14% samdráttur miðað við sama tímabil árið áður.

Afli í mars, metinn á föstu verðlagi, var 6,8% minni en í mars 2019.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Fiskafli
  Mars Apríl-mars
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala102,395,3-6,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 118.406 93.280 -21 1.148.296 990.018 -14
Botnfiskafli 51.991 53.402 3 489.855 469.171 -4
Þorskur 31.307 32.892 5 278.986 269.362 -3
Ýsa 6.153 5.238 -15 55.312 52.241 -6
Ufsi 5.469 6.006 10 67.006 61.854 -8
Karfi 5.507 5.947 8 56.538 54.172 -4
Annar botnfiskafli 3.556 3.318 -7 32.013 31.543 -1
Flatfiskafli 1.593 1.330 -16 27.371 20.308 -26
Uppsjávarafli 64.433 38.387 -40 618.336 490.966 -21
Síld 0 0 - 124.075 138.084 11
Loðna 0 0 - 0 0 -
Kolmunni 64.433 38.387 -40 358.658 224.796 -37
Makríll 0 0 - 135.603 128.085 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 0 1 -
Skel-og krabbadýraafli 389 161 -59 12.734 9.570 -25
Annar afli 0 0 - 0 3 -

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.