Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 14,9% á föstu verði í mars 2014 samanborið við marsmánuð árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 53,6% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfiskafli jókst í mars um 10% miðað við mars í fyrra. Uppsjávarafli var mun minni í mars í ár en í sama mánuði 213, þrátt fyrir mikla hlutfallslega aukningu í síldveiði og veiði á kolmunna. Þar sem magnvísitalan tekur mið af verðhlutföllum milli fisktegunda og botnfiskaflinn er verðmætari en uppsjávaraflinn er samdráttur aflans á föstu verði er mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum. 

Fiskafli            
Mars Apríl - mars
  2014 2013 % 2013-2014 2012-2013 %
Fiskafli á föstu verði1
Vísitala 92,1 108,2 -15 88,5 87,2 1,5
Fiskafli í tonnum2
Heildarafli 95.879 207.027 -54 1.038.916 1.339.046 -22
Botnfiskafli 50.026 45.518 10 452.822 427.969 6
  Þorskur 30.495 25.843 18 239.099 214.094 12
  Ýsa 5.155 4.965 4 43.992 44.813 -2
  Ufsi 4.373 3.663 19 57.193 52.736 8
  Karfi 5.634 6.056 -7 59.587 54.865 9
  Annar botnfiskafli 4.369 4.991 -12 52.951 61.461 -14
Flatfiskafli 1.550 2.219 -30 23.819 23.840 -0
Uppsjávarafli 43.712 158.346 -72 548.714 872.533 -37
  Síld 2.732 35 7.706 164.633 192.967 -15
  Loðna 36.032 157.372 -77 111.367 463.279 -76
  Kolmunni 4.948 939 427 118.389 63.857 85
  Makríll 0 0 - 154.320 152.413 1
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 -100 5 17 -72
Skel-og krabbadýraafli 591 944 -37 13.495 14.615 -8
Annar afli 0 0 - 68 89 -24


¹Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2013-2014.

2Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni