Landaður afli í nóvember 2021 var tæp 97 þúsund tonn sem er 51% meiri afli en í nóvember á síðasta ári. Munar þar mestu um þrefalt meiri síldarafla sem var 46 þúsund tonn samanborið við 14 þúsund tonn í nóvember 2020. Löndun á botnfiskafla dróst saman um 2% miðað við nóvember fyrra árs og var tæp 39 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabilinu frá desember 2020 til nóvember 2021 var heildaraflinn rúmlega 1.105 þúsund tonn sem er 9% aukning frá sama tímabili ári áður.

Landaður afli í nóvember 2021, metinn á föstu verðlagi, hækkar um 10% samanborið við nóvember í fyrra.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni