Afli íslenskra fiskiskipa var 86.774 tonn í október 2020 sem er 5% minni afli en í október 2019. Botnfiskafli var tæp 40 þúsund tonn sem er 3% aukning samanborið við október 2019. Af botnfisktegunum nam þorskaflinn tæpum 24 þúsund tonnum sem er svipaður afli og á fyrra ári en tæpum 6 þúsund tonnum var landað af ýsu sem er 33% aukning miðað við október 2019.
Uppsjávarafli var rúm 44 þúsund tonn sem er 12% minni afli en í október 2019. Af uppsjávartegundum nam síldarafli 36 þúsund tonnum og kolmunnafli var 8,5 þúsund tonn. Skel- og krabbadýraafli dróst saman á milli ára og var 521 tonn samanborið við 1.072 tonn í október 2019.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá nóvember 2019 til október 2020, var tæplega 1.016 þúsund tonn sem er 5% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.
Aflaverðmæti í október, metið á föstu verðlagi, var 5,2% minna en í október 2019.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.
Fiskafli | ||||||
Október | Nóvember-október | |||||
2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 84,2 | 79,8 | -5,2 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 91.612 | 86.774 | -5 | 1.069.838 | 1.016.120 | -5 |
Botnfiskafli | 38.572 | 39.885 | 3 | 484.047 | 462.506 | -4 |
Þorskur | 23.994 | 23.771 | -1 | 274.015 | 277.576 | 1 |
Ýsa | 4.431 | 5.914 | 33 | 59.595 | 51.328 | -14 |
Ufsi | 4.605 | 4.243 | -8 | 67.097 | 51.997 | -23 |
Karfi | 4.249 | 4.508 | 6 | 52.151 | 52.109 | 0 |
Annar botnfiskafli | 1.293 | 1.449 | 12 | 31.189 | 29.496 | -5 |
Flatfiskafli | 1.674 | 1.943 | 16 | 22.483 | 22.776 | 1 |
Uppsjávarafli | 50.292 | 44.422 | -12 | 553.089 | 525.261 | -5 |
Síld | 48.969 | 35.958 | -27 | 156.647 | 140.703 | -10 |
Loðna | 0 | 0 | - | 0 | 0 | - |
Kolmunni | 1.323 | 8.463 | 540 | 268.354 | 233.025 | -13 |
Makríll | 0 | 0 | - | 128.088 | 151.530 | 18 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 1 | - | 0 | 2 | - |
Skel-og krabbadýraafli | 1.072 | 521 | -51 | 10.215 | 5.575 | -45 |
Annar afli | 2 | 3 | 42 | 3 | 3 | -23 |