FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. NÓVEMBER 2021

Landaður afli í október 2021 var rúm 119 þúsund tonn sem er 38% meiri afli en í október 2020. Munar þar mestu um 83% aukningu á landaðri síld sem var 66 þúsund tonn samanborið við 36 þúsund tonn í október 2020. Löndun á botnfiskafla dróst saman um 15% miðað við október fyrra árs og var 34 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabilinu frá nóvember 2020 til október 2021 var heildaraflinn rúmlega 1.072 þúsund tonn sem er 6% aukning frá sama tímabili ári áður. Á tímabilinu veiddust tæp 471 þúsund tonn af botnfisktegundum og rúm 570 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Landaður afli í október 2021, metinn á föstu verðlagi, lækkar um 1,8% samanborið við október í fyrra. Magnvísitala hefur einnig verið uppfærð fyrir fyrri mánuði ársins.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Fiskafli
  Október Nóvember - október
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala79,978,5 -1,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 86.681 119.366 38 1.016.033 1.072.346 6
Botnfiskafli 39.794 34.014 -15 462.406 470.762 2
Þorskur 23.720 18.271 -23 277.514 270.745 -2
Ýsa 5.912 4.911 -17 51.327 57.349 12
Ufsi 4.229 5.908 40 51.986 58.169 12
Karfi 4.492 3.747 -17 52.091 50.541 -3
Annar botnfiskafli 1.441 1.176 -18 29.488 33.957 15
Flatfiskafli 1.942 1.433 -26 22.789 24.604 8
Uppsjávarafli 44.422 83.613 88 525.261 570.487 9
Síld 35.958 65.951 83 140.703 148.087 5
Loðna 0 0 - 0 70.726 -
Kolmunni 8.463 17.649 109 233.012 219.668 -6
Makríll 0 13 3.098 151.544 132.000 -13
Annar uppsjávarfiskur 1 0 - 2 6 145
Skel- og krabbadýraafli 521 306 -41 5.575 6.473 16
Annar afli 3 0 - 3 20 641

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.