Landaður afli í október nam 88 þúsund tonnum sem er 8% minni afli en í október á síðasta ári. Botnfiskafli dróst saman um 7% á milli ára, uppsjávarafli um 8% og flatfiskafli um 19%.
Á ársgrundvelli tímabilsins nóvember 2024 til október 2025 var landað samtals 1.031 þúsund tonnum sem er 6% meiri afli en á sama tímabili ári fyrr.